Innlent

Fjörutíu stöðvaðir fyrir að tala í símann undir stýri

Fjölmargir ökumenn hafa undanfarið verið stöðvaðir fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjörutíu ökumenn hafi til að mynda verið stöðvaðir vegna þessa á höfuðborgarsvæðinu og eiga þeir allir fimm þúsund króna sekt yfir höfði sér. „Lögreglan hvetur ökumenn til að láta af þessu í umferðinni, bæði til þess að koma í veg fyrir auka útgjöld og ekki síst til að stuðla að meira öryggi í umferðinni," segir þar.

Í 47. grein umferðarlaga segir að ökumanni vélknúins ökutækis sé við akstur óheimilt að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×