Innlent

Brutust inn og stálu kartöfluflögum - gripnir með kámuga fingur

Þrír drengir laumuðust inn lager í verslun á Akranesi í vikunni og stálu þaðan kassa af kartöfluflögum. Í tilkynningu frá lögreglu segir að árvökull borgari hafi séð til þeirra látið lögreglu vita.

„Lögreglumenn fundu drengina í garði á nágrenni verslunarinnar þar sem þeir sátu og gæddu sér á kartöfluflögunum," segir ennfremur.

Foreldrum drengjanna var gert viðvart og félagsmálayfirvöldum kynnt málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×