Innlent

Ofsaakstur á Sæbraut - á tvöföldum hámarkshraða

Tuttugu og tveggja ára gamall ökumaður var stöðvaður við akstur bifreiðar á Sæbraut um klukkan tíu í gærkvöldi. Bifreið hans mældist á 147 kílómetrahraða á klukkustund en á Sæbrautinni er hámarkshraði 60 km/klst. Má úr því lesa að ökumaðurinn hafi ekið á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Hann var sviptur ökuréttindum sínum vegna ofsakstursins og bíður nú ákæru og dóms vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×