Innlent

Tveir gefa kost á sér

Framboðsfrestur til kjörs vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal rann út í dag og hafa tvö boðið sig fram. Það eru þau sr. Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Enn er þó möguleiki á að tilkynning um framboð sé í pósti og því ekki ljóst fyrr en síðar í vikunni hversu margir gefa endanlega formlega kost á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×