Innlent

Tugir látnir eftir sjóslys í Indlandi

Frá Brahmaputra ánni í Indlandi
Frá Brahmaputra ánni í Indlandi mynd/AFP
Að minnsta kosti 35 drukknuðu þegar farþegaferja fórst í Brahmputra ánni í norðausturhluta Indlands fyrr í dag.

Talið er að 200 manns hafi verið um borð í skipinu þegar slysið átti sér stað. Mikið óveður var á svæðinu og ganga björgunaraðgerðir erfiðlega.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins um málið tókst 50 manns að synda í land eftir að ferjan hvolfdi. Þá er 75 enn saknað.

Ferjur og minni bátar eru algeng faratæki í afskekktum sveitum Indlands. Þá eru slys sem þessi algeng enda er lítið eftirlit með öryggis- og vélarbúnaði og farartækin oft á tíðum ofhlaðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×