Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Smári Jökull Jónsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 20. september 2025 14:49 Guðmundur Ingi Kristinsson mennta-og barnamálaráðherra segist til í umræðuna. Vísir/Anton Brink Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. „Þetta er bara skoðunarvert. Ég held það sé bæði með og á móti í því samhengi. Við erum búin að vera með sama kerfið mjög lengi um sumarfrí barna og í skólum. Ég er alveg til í umræðuna um þetta, spurning hvort meirihlutinn sé með eða á móti. Ég er á því að við eigum að skoða þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Í tillögu Viðreisnar kemur fram að grunnskólabörn séu í sumarfrí lengur en börn í Danmörku og Noregi og að langir frídagar geti meðal annars valdið rútínuleysi og skorti á félagslegri örvun. Langt sumarfrí þýði aukið álag á foreldra sem þurfi að kaupa dýr námskeið eða jafnvel taka frí frá vinnu. Í viðtali á RÚV sagði formaður Félags grunnskólakennaraað samfélagið þyrfti að taka umræðuna sem heild, breytingarnar myndu hafa í för með sér að orlof kennara, starfsfólks skóla og foreldra barna yrði aðþrengdara. Lengir vetrarorlof á móti Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar og hann sagði í viðtali í vikunni að með tillögunni vilji hann ekki ganga á rétt kennara til orlofs, heldur vilji hann stytta sumarfríið og lengra vetrarfríið á móti. Hann sagðist leggja fram tillöguna því hann hafi áhyggjur af félagslegri einangrun barna. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Viðreisn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira
„Þetta er bara skoðunarvert. Ég held það sé bæði með og á móti í því samhengi. Við erum búin að vera með sama kerfið mjög lengi um sumarfrí barna og í skólum. Ég er alveg til í umræðuna um þetta, spurning hvort meirihlutinn sé með eða á móti. Ég er á því að við eigum að skoða þetta,“ segir Guðmundur Ingi. Í tillögu Viðreisnar kemur fram að grunnskólabörn séu í sumarfrí lengur en börn í Danmörku og Noregi og að langir frídagar geti meðal annars valdið rútínuleysi og skorti á félagslegri örvun. Langt sumarfrí þýði aukið álag á foreldra sem þurfi að kaupa dýr námskeið eða jafnvel taka frí frá vinnu. Í viðtali á RÚV sagði formaður Félags grunnskólakennaraað samfélagið þyrfti að taka umræðuna sem heild, breytingarnar myndu hafa í för með sér að orlof kennara, starfsfólks skóla og foreldra barna yrði aðþrengdara. Lengir vetrarorlof á móti Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar og frístundafulltrúi var flutningsmaður tillögunnar og hann sagði í viðtali í vikunni að með tillögunni vilji hann ekki ganga á rétt kennara til orlofs, heldur vilji hann stytta sumarfríið og lengra vetrarfríið á móti. Hann sagðist leggja fram tillöguna því hann hafi áhyggjur af félagslegri einangrun barna. „Það er bærilegra fyrir ungmenni sem einangra sig félagslega að taka styttri skorpur því inni í skólastarfinu er markviss vinna með þessi börn að eiga sér stað og hún er sett á pásu í langan tíma yfir sumarmánuðina og þetta myndi hafa góð áhrif á þessa markvissu vinnu með þessum félagslega einangruðu ungmennum því það er faraldur einmanaleika á íslandi og við sjáum það á rannsóknum og greiningum að vanlíðan er að aukast.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Viðreisn Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Sjá meira