Innlent

Blómlegar göngugötur í miðborginni í sumar

Hér má sjá væntanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur í sumar.
Hér má sjá væntanlegar göngugötur í miðborg Reykjavíkur í sumar. mynd/Reykjavíkurborg
Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun tillögu um göngugötur í Reykjavík í sumar. Að mati samgönguráðs hafa göngugötur í miðborg Reykjavíkur síðastliðin sumur gefið góða raun. Þá telur ráðið að borgarbúar hafi almennt verið ánægðir með það fyrirkomulag að breyta vinsælum götum miðborgarinnar í göngugötur yfir sumartímann.

Samkvæmt tillögunni verður Laugavegi breytt í göngugötu milli Vatnsstíg og Skólavörðustíg frá 17. júní til 20. ágúst. Akstur með aðföng verður frá þvergötum á móti hefðbundinni umferð fyrir klukkan 11:00 á virkum. Þá verður Skólavörðustígi einnig breytt í göngugötu á sama tímabili í sumar og verður akstur með aðföng heimilaður frá Ingólfsstræti fyrir klukkan 11:00 á virkum dögum.

Þá verður Pósthússtræti við Kirkjustræti breytt í göngugötu frá 1. júní til 3. september. Gatan verður opin fyrir akstur með aðföng milli klukkan 08:00 til 11:00 á virkum dögum.

Séð verður til þess að bílastæði fyrir hreyfihamlaða verðir staðsett nálægt öllum göngugötum.

Þá er Reykjavíkurborg einnig reiðubúin að lengja göngugötutímabilið og stækka göngugötusvæði sumarsins ef óskað verður eftir því tímanlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×