Innlent

Enginn glæpur að selja lúðu

Þrátt fyrir lúðuveiðibann er ekki erfitt að finna lúðu hjá fisksölum, en kílóverð á henni hefur hækkað um fimmtíu prósent frá því fyrir bann. Sumir viðskiptavinir verða þó undrandi að sjá lúðu í fiskborðinu og telja fisksalana hina mestu glæpamenn.

Algengast er að hægt sé að nálgast sjófrysta lúðu hjá fisksölum í Reykjavík og er verðið í kring um þrjú þúsund krónur kílóið.

Fisksalar segja þó nokkurn misskilning ríkja vegna lúðuveiðibannsins og tengja sölu á lúðu strax við ólöglega starfsemi, sem sé algjör firra.

Í meðfylgjandi myndskeiði má fylgjast með því þegar Erla Hlynsdóttir, fréttamaður, fór í fiskbúðir í dag, í leit að lúðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×