Erlent

Tveggja mánaða prinsessa stal senunni á afmæli afa síns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Viktoría krónprinsessa heldur á Stellu.
Viktoría krónprinsessa heldur á Stellu.
Stella, lítil sænsk tveggja mánaða gömul prinsessa, stal senunni í dag þegar Karl Gústaf Svíakóngur hélt upp á 66 ára afmælið sitt. Prinsessan litla er dóttir Viktoríu krónprinsessu. Þetta var í fyrsta skipti sem Viktoría sýnir hana opinberlega og krónprinsessan hélt sjálf á henni við það tækifæri á svölum konungshallarinnar svo Svíar gætu borið hana augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×