Innlent

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 20. október

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Valgerður Bjarnadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni mun fara fram í síðasta lagi þann 20. október næstkomandi verði tillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Guðmundar Steingrímssonar, óháðs þingmanns, að veruleika. Tillögunni var dreift á Alþingi í dag. Upphaflega stóð til að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram samhliða forsetakosningum. Ekki náðist samkomulag um það á Alþingi og því hefur ný tillaga að dagsetningu verið lögð fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×