Fleiri fréttir

Hart tekið á reykjandi Dönum

Þeir sem brjóta ný og hert lög um reykingar í Danmörku geta búist við að fá nokkur hundruð þúsund króna sekt.

Á batavegi eftir hnífstungu

Konan sem var stungin með hnífi í Kópavogi snemma í gærmorgun er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæslu. Hún hefur verið útskrifuð af gjörgæslu og flutt á almennadeild. Árásarmaðurinn var handtekinn eftir árásina og fluttur í fangaklefa. Engar upplýsingar fást frá lögreglu um málið.

Margir tína rusl

Margir Reykvíkingar hafa farið út með ruslapoka í dag og tínt upp rusl víðsvegar um borgina en það er Grænn apríl sem stendur fyrir átakinu og Reykjavíkurborg aðstoðar svo íbúa við að losa sig við ruslapokana.

Kersmálið sýnir að eigendur náttúruperla geta synjað eftir hentisemi

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að tryggja verði aðgang almennings að náttúruperlum og hefur áhyggjur af því að hægt sé að synja mönnum um aðgang eftir hentugleika, eins og gerðist í gær þegar landeigendur í Kerinu neituðu forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða svæðið.

Jarðskjálftar í Hveragerði

Mikil jarðskjálftavirkni var við Hellisheiðarvirkjun í gærkvöldi og í nótt og fundu íbúar í Hveragerði fyrir skjálftunum.

Þór kemur heim í vikunni

Varðskipið Þór fór í prufusiglingu í gær frá Bergen þar sem gerðar voru titrings- , eldsneytis- og hraðamælingar á ýmsum hröðum og undir misjöfnu álagi.

Lilja um Kermálið: Ekkert breyst í samfélaginu við hrunið

Lilja Mósesdóttir alþingismaður segir að sú ákvörðun landeigenda að meina forsætisráðherrum Íslands og Kína að skoða náttúrufyrirbærin í Kerinu í Grímsnesi, sýni að í raun hafi ekkert breyst í samfélaginu við hrunið.

Sól og blíða í skíðabrekkunum

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hlíðarfjalli voru opnuð klukkan tíu í morgun en á báðum stöðum er færi mjög gott, sól og blíða. Þá verður hægt að sækja skíðasvæðið á Siglufirði heim í dag en þar opna brekkurnar klukkan ellefu.

"Eins farið með einkaeignarétt á Kerinu og óveiddum fiski í sjó"

Jóhann Hauksson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að eins sé farið með einkaeignarétt á Kerinu og á óveiddum fiski í sjó. Hann segir að Óskar Magnússon, einn forsvarsmanna Kersins, verji þann rétt gagnvart almenningi, annarsvegar sem landeigandi og hins vegar sem útgáfustjóri fyrir sægreifa, en þar vísar hann til þess að Óskar er útgefandi Morgunblaðsins.

Robin Gibb sýnir batamerki

Robin Gibb, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Bee Gees, sem legið hefur í dái á sjúkrahúsi í Lundúnum undanfarna daga sýnir nú batamerki að sögn lækna.

Hvetja fólk til að trufla formúluna

Stjórnvöld í Bahrain hafa eflt öryggisgæslu í landinu eftir að til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í nótt. Til stendur að keppt verði í Formúlu 1 kappakstrinum í Bahrain í dag. Stjórnvöld segja mótmælin ekki koma til með að hafa áhrif á keppnina. Stjórnarandstaðan hefur hvatt almenning í landinu til að safnast saman nærri keppnisbrautinni og mótmæla mismunun sem á sér stað í landinu.

Leitað að brennuvörgum

Kveikt var í dagblöðum í anddyri fjölbýlishúss í austurborginni rétt eftir miðnætti. Íbúar voru búnir að slökkva eldinn þegar lögreglu og slökkvilið bar að. Ekki er vitað hver var að verki.

Slagsmál í Engihjalla

Lögreglan höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um slagsmál í Engihjalla í Kópavogi og var einum skellt í járn þar sem hann truflaði störf lögreglumanna ítrekað á vettvangi.

Kynferðislegum myndum af íslenskum stúlkum dreift á netinu

Kynferðislegar myndir af íslenskum stúlkum, sem margar hverjar eru undir lögaldri, voru settar inn á íslenska deiliskrárvefinn Deildu.net í gær. Stjórendur síðunnar fjárlægðu efnið af vefnum og var aðgangur þess sem sendi efnið inn gerður óvirkur.

Svíar óttast um munntóbakið

Gert er ráð fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, ESB, leggi fram tillögu í haust um bann við bragðefnum í tóbaki. Um er að ræða efni sem samkvæmt munntóbaksframleiðandanum Swedish Match eru nauðsynleg fyrir munntóbakið, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá.

Mundi eyða meiri orku innanlands

Ari Trausti Guðmundsson er sjöundi frambjóðandinn til embættis forseta Íslands. Hann er bæði jarðeðlisfræðingur og skáld og segir Stíg Helgasyni frá því að fjölþætt reynsla mundi gagnast honum á Bessastöðum.

Fann notaðar sprautunálar við göngustíg

"Ég fór bara út að labba með stelpuna mína í dag þegar ég rakst þetta. Mér var svolítið brugðið,“ segir Gunnar Guðlaugsson, íbúi í Laugaráshverfinu í Reykjavík, sem rakst á notaðar sprautunálar og umbúðir við göngustíg í grennd við elliheimilið Hrafnistu eftir hádegið í dag.

Þrír með allar tölur réttar - fá 12,3 milljónir í sinn hlut

Þrír heppnir lottóspilarar skipta með sér 1. vinning í úrdrætti kvöldsins en um 39 milljónir voru í pottinum að þessu sinni. Hver og einn fær rúmlega 12,3 milljónir í sinn hlut. Einn spilarinn keypti miðann sinn á Select í Hraunbæ en hinir tveir voru með sína miða í áskrift. Þá voru einnig þrír með 4 af 5 tölum réttar og fá þeir 155 þúsund í sinn hlut hver.

Halda eftir 45 milljörðum þó útreikningar ráðuneytis séu leiðréttir

Í minnisblaði sjávarútvegsráðherra er því haldið fram að útgerðin í landinu muni halda eftir 53 milljörðum króna í hagnað fyrir skatta og eftir greiðslur veiðigjalds til ríkisins, samkvæmt nýju frumvarpi um veiðigjald. Útgerðarmenn gera alvarlegar athugasemdir við útreikningana, en sé miðað við þeirra útreikning eru þetta samt 45 milljarðar króna sem útgerðin heldur eftir.

Fá ekki pláss á hjúkrunarheimilum

Fjörtíu og fimm sjúklingar á Landspítalanum komast hvergi þar sem þeir fá ekki pláss á hjúkrunarheimili. Hjúkrunarrýmum hefur frá árinu 2010 fækkað um rúmlega hundrað og fimmtíu.

Ekki í lífshættu eftir hnífstungu

Kona sem var stungin í Kópavogi klukkan fimm í morgun er enn á gjörgæslu en hún er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Sá sem stakk konuna var vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum.

Nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega

Vegamálastjóri segir nærtækast að brúa Þorskafjörð utarlega verði vegarlagning um Teigsskóg ekki leyfð. Slík lausn kæmi þorpinu á Reykhólum til góða.

Með forskot á Sarkozy

François Hollande, forsetaefni franska sósíalistaflokksins, hefur 3,5 prósentustiga forskot á Nicolas Sarkozy forseta Frakklands en kosningabaráttu fyrir fyrri umferð forsetakosninganna, sem er á morgun sunnudag, er nú lokið. Talið er að þetta bil hækki í 12 prósentustig í síðari umferðinni.

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Indónesíu í dag. Skjálftinn mældist 6,6 á richter og átti upptök sín á um 30 kílómetra dýpi á Papua-svæðinu. Ekki er vitað um meðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Í

Vildu ekki fá íslensk og kínversk stjórnvöld í Kerið

Forsvarsmenn Kersins í Grímsnesi lögðust gegn því að kínverskir og íslenskir ráðamenn heimsæktu Kerið í ferð sinni um Suðurland í dag. Til stóð að Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kæmi við í Kerinu eftir að hafa skoðað Gullfoss og Geysi en ekkert varð af því.

Gera æfingar á Austurvelli

Meðlimir í Falun Gong eru nú á Austurvelli að gera æfingar í tilefni af heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, en þeir eru að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Gott veður er í miðborginni og eru margir sem sitja á Austurvelli og njóta veðurblíðunnar.

Þótti erfitt að drepa fyrsta fórnarlambið

Anders Behring Breivik lýsti í gær morðum sínum í Útey fyrir rétti í Ósló. Mikinn óhug setti að viðstöddum þegar hann lýsti því í smáatriðum hvernig hann myrti ungmenni sem grátbáðu hann að þyrma sér.

Ölvaður klessti á ljósastaur þegar hann skipti um stöð

Umferðaróhapp varð á Kringlumýrarbraut í Fossvogi um klukkan hálf tvö í dag en starfsmenn áreksturs.is fengu tilkynningu frá manni sem sagðist hafa ekið á ljósastaur þegar hann var að stilla útvarpið á bílnum sínum.

Sjúklingum á Landspítalanum fjölgað

Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum. Forstjóri spítalans segir spítalann þurfa að mæta þessu með því að gera breytingar á þjónustunni.

Ræddu mannréttindamál mjög ítarlega

Jóhanna Sigurðardótti forsætisráðherra vonast til þess að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína geti tekið gildi á næsta ári. Hún segir heimsókn kínverska forsætisráðherrans hafa styrkt mjög samvinnu og vinatengsl ríkjanna.

Ástþór búinn að skila meðmælendalista

Ástþór Magnússon hefur skilað meðmælendalista með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjörna landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ástþór sendi fjölmiðlum í nótt.

Auður Camerons byggður upp í skattaskjólum

Fjölskylduauður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, var byggður upp gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian, sem greindi frá því í gærkvöldi að faðir Camerons hafi komið sér upp neti fjárfestingasjóða í Panama og Sviss.

"Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í"

Forseti Íslands, Framsóknarflokkurinn, Hreyfingin, vinstri vængur VG og minnihluti þingflokks sjálfstæðismanna höfðu forystu um að samkomulag um Icesave var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú ákvörðun opnaði fyrir aðkomu ESB að málarekstri fyrir EFTA-dómstólnum. "Þeir sem beittu sér fyrir þeim málalokum geta ekki hneykslast nú á þeirri stöðu sem málið er í. Þetta er sá dans sem þeir buðu upp í,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra og ritstjóri.

Heimsótti Þingvelli - fer næst á Gullfoss og Geysi

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína tók daginn snemma og var mættur á Þingvelli í blíðskaparveðri rétt fyrir klukkan níu í morgun. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók á móti honum en því næst gekk hann um svæðið með Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði.

Neyðarblysunum líklega skotið upp í gleðskap

Um fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit úti fyrir Straumsvík eftir að tilkynning barst um tvö neyðarblys á lofti með skömmu millibili rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík voru kallaðir út og var siglt með ströndinni allt frá Vogum á Vatnsleysuströnd og að Gróttu, sjö mílum frá landi. Þá tók þyrla Landshelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni. Klukkan korter yfir tólf var leitinni hætt en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mátu stjórnendur leitarinnar það svo að þessum blysum hefði verið skotið upp frá landi í einhverjum gleðskap.

Kona stungin með hnífi

Ráðist var á konu í Kópavogi og hún stungin með hnífi rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Hún var flutt á slysadeild en gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Málið er í rannsókn hjá lögreglu en frekari upplýsingar fást ekki að svo stöddu.

Forsetinn hefur náðað 45

Embætti forseta Íslands hefur náðað 45 dæmda einstaklinga síðan árið 1996. 122 manns voru náðaðir á tímabilinu 1980 til 1995. Alls hafa 513 umsóknir um náðun borist síðan árið 1993 og voru 54 samþykktar.

Yrði mikil þjónustuskerðing við neytendur

Áform Endurvinnslunnar um að hætta samstarfi við Sorpu um móttöku á endurvinnanlegum drykkjarumbúðum myndu skerða þjónustu við neytendur og gengju gegn hugmyndum um að draga úr notkun á einkabílum, segir Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og stjórnarformaður Sorpu.

Smithætta frá hreindýrum aldrei sönnuð

Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rannsóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra.

Reiknar útgerðinni 70% af 75 milljarða hagnaði 2011

Sjávarútvegsfyrirtæki halda eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 samkvæmt útreikningum ráðuneytisins. Ríkið fær tæp 30% eða 21,5 milljarða. Gengur þvert á útreikninga banka og endurskoðunarfyrirtækis.

Mæla gegn aðskilnaði á bankastarfsemi

Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi myndi fela í sér umtalsverðan kostnað fyrir lántakendur og fjármagnseigendur. Þetta er mat greiningardeildar Arion banka sem gefið hefur út skýrslu um þá hugmynd að aðskilja viðskipta- og fjárfestingabanka.

Neyðarvistunum gæti fjölgað

Meðferðardeildin á Stuðlum verður lokuð allan júlí vegna sumarleyfis starfsfólks. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta er gert og var ákvörðunin tekin til að hagræða og bæta meðferðina.

Land er víða viðkvæmt núna

Umhverfismál Umhverfisstofnun minnir á að frost er nú víða farið úr jörð og landið viðkvæmt fyrir utanvegaakstri, jafnvel þó snjóhula liggi yfir.

Flokkast ekki sem einkaframkvæmd

Frumvarp um heimild til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga er á dagskrá Alþingis á þriðjudag. Málið vék fyrir öðrum fyrir helgi. Frumvarpið er umdeilt og vafi á hvort göngin falli í flokk einkaframkvæmda.

Sjá næstu 50 fréttir