Innlent

Ekki í lífshættu eftir hnífstungu

Kona sem var stungin í Kópavogi klukkan fimm í morgun er enn á gjörgæslu en hún er ekki í lífshættu samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Sá sem stakk konuna var vistaður í fangageymslu og er málið í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×