Erlent

Auður Camerons byggður upp í skattaskjólum

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. mynd/afp
Fjölskylduauður Davids Camerons, forsætisráðherra Bretlands, var byggður upp gegnum eignarhaldsfélög í skattaskjólum, að því er fram kemur í frétt breska dagblaðsins Guardian, sem greindi frá því í gærkvöldi að faðir Camerons hafi komið sér upp neti fjárfestingasjóða í Panama og Sviss.

Guardian tekur fram að sjóðirnir séu algjörlega löglegir og ekkert bendi til þess að Cameron- fjölskyldan hafi ekki greitt skatt af því fé sem hugsanlega hafi verið flutt til Bretlands. Uppbygging sjóða Cameron eldri er nú algeng meðal vogunarsjóða.

Þegar Ian Cameron lést árið 2010 skildi hann eftir sig 2,74 milljónir punda, jafnvirði 550 milljóna króna, og fékk David sonur hans um 300 þúsund pund af þeirri fjárhæð.

Hægt er að lesa greinina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×