Erlent

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu

Mikil eyðlegging varð í landinu eftir skjálftann árið 2004. Mynd tengist frétt ekki beint.
Mikil eyðlegging varð í landinu eftir skjálftann árið 2004. Mynd tengist frétt ekki beint. mynd/afp
Öflugur jarðskjálfti reið yfir austurströnd Indónesíu í dag. Skjálftinn mældist 6,6 á richter og átti upptök sín á um 30 kílómetra dýpi á Papua-svæðinu. Ekki er vitað um meðsl á fólki eða alvarlegar skemmdir á byggingum. Í

búar í borginni Manokwari fundu vel fyrir skjálftanum og hlupu skelkaðir íbúar út á göturnar þegar skjálftinn reið yfir. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út.

Árið 2004 létust um 230 þúsund manns þegar flóðbylgja skall á landið í kjölfar öflugs jarðskjálfta. Jarðhræringar eru tíðar í Indónesíu en landið er staðsett á einu virkasta jarðskjálftasvæði verðaldar, oft nefnt Eldhringurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×