Innlent

Ástþór búinn að skila meðmælendalista

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi.
Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi.
Ástþór Magnússon hefur skilað meðmælendalista með forsetaframboði ásamt rafrænni skrá til allra yfirkjörstjörna landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Ástþór sendi fjölmiðlum í nótt.

Þá segir að vegna mismununar að undanförnu í helstu fjölmiðlum, þar sem m.a. starfsmenn ríkisfjölmiðla hafi talað niður framboðið og sagt að ekki sé um "alvöru" framboð að ræða, er það skýlaus krafa að meðmælendalistarnir verði yfirfarnir án tafar og vottorðum yfirkjörstjórna skilað um hæl.

Lokafrestur til þessað skila inn meðmælum rennur út 26.maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×