Innlent

Sjúklingum á Landspítalanum fjölgað

Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum.
Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum.
Sjúklingum sem legið hafa inni á Landspítalanum hefur fjölgað nokkuð það sem af er ári svo og komum á bráðamóttöku og skurðaðgerðum. Forstjóri spítalans segir spítalann þurfa að mæta þessu með því að gera breytingar á þjónustunni.

Sjúklingum á Landspítalanum hefur fjölgað það sem af er ári. Þannig sýna nýjar tölur spítalans að þeim sjúklingum lágu inni fjölgaði um nær tíu prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins eða um 57 á dag. Björn Zoega forstjóri Landspítalans segir um óvenjumikla fjölgun að ræða.

„Eina skýringin sem við höfum á þessari fjölgun er að starfsemi annars staðar í heilbrigðiskerfinu hlýtur að hafa minnkað," segir Björn. Þannig bendi þessi aukning til að fólk eigi erfitt með að fá þjónustu annars staðar í heilbrigðiskerfinu og leiti því á spítalann.

„Fyrstu tvö árin eftir hið svokallaða hrun þá varð eiginlega engin starfsemisaukning og síðan í fyrra þá kom aukning svolítil og núna bætist við töluverð mikil. Þetta er svolítið mikið að við skulum hafa svona marga liggjandi inni og það bendir auðvitað líka til að þess að við eigum erfitt með að útskrifa sjúklingana til dæmis á hjúkrunarheimili. Það virtist hafa minnkað eitthvað úrræðin fyrir það fólk."

Þá fjölgaði komum á bráðamóttöku um tæp 6% og skurðaðgerðum um tæp 3%

„Það bendir til þess þegar það er svona fjölgun gesta eða sjúklinga á bráðamóttökurnar það bendir til þess að eitthvað í heilsugæslunni hafi dregist saman í heilsugæslunni og eða að það fólk eigi erfiðaðar með að fá tíma á heilsugæslunni og komi þá frekar til okkar," segir hann.

Björn segir þessa aukningu á starfseminni hafa nokkur áhrif. Þannig sé fjárhagsstaða spítalans í mínus um 63 milljónir og bregðast verði við því.

„Við sjáum enga möguleika að skera niður. Við verðum að breyta þjónustunni einhversstaðar og það er bara verið að skoða það núna," segir hann að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×