Innlent

Neyðarblysunum líklega skotið upp í gleðskap

Um fjörutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit úti fyrir Straumsvík eftir að tilkynning barst um tvö neyðarblys á lofti með skömmu millibili rétt fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Björgunarsveitarmenn frá Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík voru kallaðir út og var siglt með ströndinni allt frá Vogum á Vatnsleysuströnd og að Gróttu, sjö mílum frá landi. Þá tók þyrla Landshelgisgæslunnar einnig þátt í leitinni. Klukkan korter yfir tólf var leitinni hætt en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mátu stjórnendur leitarinnar það svo að þessum blysum hefði verið skotið upp frá landi í einhverjum gleðskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×