Fleiri fréttir Rukkið veggjaldið bara lengur ef það dugar ekki Stjórnarfrumvarp um að ríkissjóður ábyrgist lán til Vaðlaheiðarganga er komið á dagskrá Alþingis. Forseti bæjarstjórnar Norðurþings, Gunnlaugur Stefánsson, segir einfalt mál að lengja í lánunum ef veggjöld verða undir áætlunum og skorar á stjórnvöld að koma verkinu í gang. 20.4.2012 20:15 Leirfok sem Ómar kvikmyndar sést ekki á rykmælum Ómar Ragnarsson segir leirstorma geisa við Hálslón á sumrin og svo komi til með að vera um alla framtíð. Þeir koma hins vegar ekki fram á mælum og telur Ómar ástæðuna vera þá að Landgræðslan mæli aðeins það ryk sem falli til jarðar en ekki það sem fjúki. 20.4.2012 19:30 Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís Nóa Kropp og Freyju Hrís innihalda erfðabreytt matvæli, og eru nú merkt þannig á umbúðum í samræmi við nýlega reglugerð. Freyja þarf að henda talsverðu magni af umbúðum, sem nú eru úreltar. 20.4.2012 19:00 Segir mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða vera stríðsyfirlýsingu Löggjöf sem Evrópusambandið undirbýr, sem felur í sér mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga, er yfirlýsing um viðskiptastríð að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 20.4.2012 18:45 Mótmæla hörku kínverja í garð Tíbeta Um 40 mótmælendur eru nú saman komnir fyrir utan Hörpuna. Hópurinn mótmælir vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 17:52 Samningar undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. 20.4.2012 17:35 Stálu 25 kílóum af gasi Þjófar stálu samtals 25 kílóum af gasi frá fyrirtæki í Reykjanesbæ fyrr í vikunni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt í sundur lás á geymslugrind sem er á bak við fyrirtækið og komist þannig inn í hana. 20.4.2012 16:44 Engar líkur á að farþegar hafi lifað af Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim. 20.4.2012 16:38 Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins. 20.4.2012 16:04 Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20.4.2012 15:35 Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20.4.2012 15:25 Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? Lesendur Vísis geta í dag og fram yfir helgi tekið þátt í könnun á vefnum og látið í ljós skoðun sína á því hver eigi að verða næsti forseti Íslands. Sjö hafa þegar tilkynnt um framboð sitt en framboðsfrestur rennur út 25. maí. Sjálfar kosningarnar verða síðan á laugardaginn 30. júní. 20.4.2012 15:11 Aukning á slysum og tjónum vegna rafvespa Tryggingafélagið Sjóvá finnur fyrir aukningu á slysum og tjónum vegna notkunar rafvespa hér á landi. Ástæðan er fyrst og fremst mikil aukning á rafvespum í umferð hér á landi. Helstu notendur rafvespa eru unglingar sem ekki hafa fengið kennslu til þess að stjórna vélknúnum ökutækjum í umferðinni. 20.4.2012 15:06 Farþegaþota hrapaði í Pakistan Farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Óljóst er hvort einhverjir hafi komist af en björgunarsveitir eru á leið á slysstaðinn. 20.4.2012 14:40 Jóhanna tók á móti Wen Jiabao Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var á Keflavíkurflugvelli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lenti ásamt föruneyti sínu. Sendinefndin kom með Boeing 747 þotu. Jiabao mun heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í kvöld. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar tekið er á móti Jiabao í Keflavík. 20.4.2012 14:38 Súlukóngurinn með stóra hjartað Það er óhætt að segja að Ásgeir Þór Davíðsson hafi verið umdeildur maður. Hann rak lengi vel nektardansstaði og hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem fylgdu ekki alltaf meginstraumi þjóðfélagsins. Samferðarfólk hans segir Ásgeir hafa verið með stórt hjarta fjölskyldukær og ættrækinn. Og hann var góður við náungann að sögn þeirra sem til hans þekktu. 20.4.2012 13:57 Ronan Keating mætir á Þjóðhátíð Poppstjarnan Ronan Keating hefur boðað komu sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptuleggjendum hátíðarinnar en Keating kemur til Eyja ásamt tíu manna hljómsveit. 20.4.2012 13:45 Eldur í bíl við Sporðagrunn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir skömmu en tilkynnt var um eld í bifreið við Sporðagrunn. Nánar verður sagt frá málinu síðar. 20.4.2012 13:35 Færðu íslensku þjóðinni augnlækningatæki Lionshreyfingin í Íslandi færði í morgun íslensku þjóðinni að gjöf augnlækningatæki sem nú sárvantar á Landspítalann. Þetta er gert í tilefni af 60 ára afmæli Lions hér á landi. Viðstaddur afhendinguna var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, en hann er heiðursgestur afmælisþingsins sem hefst 20 í dag. 20.4.2012 13:23 Öldruð hjón týndu 3000 evrum á Suðurlandi Hjón á áttræðisaldri týndu umslagi sem í voru 3000 evrur mest í 200 evru seðlum síðdegis í fyrradag. Hjónin fóru í Íslandsbanka á Selfossi á milli klukkan 14 og 16 á miðvikudag þar sem þau tóku út gjaldeyrinn til að nota í utanlandsferð sem þau voru á leið í. Þegar þau voru að búa sig til ferðarinnar í gær fundu þau ekki umslagið með gjaldeyrinum. Hugsanlegt er að umslagið hafi glatast á Selfossi eða í Hveragerði. Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér á þessum tilgreindu stöðum og líta eftir umslagi sem hugsanlega gæti legið í götunni, í görðum eða annars staðar og hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 finnist umslagið með evrunum. 20.4.2012 12:57 Boða til mótmæla við Hörpuna vegna Tíbets Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpuna síðar í dag á meðan á veislu til heiðurs forsætisráherra Kína stendur. Hópurinn ætlar að mómæla vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 12:28 Sóttu rúmar 100 milljónir til Íslenskrar getspár Hjón sem unnu 108 milljónir í Víkingalottói á dögunum mættu til Getspár í morgun að vitja vinnings síns. Húsbóndinn hafði keypt 5 raða Víkingalottómiða í Olís Akureyri og vann stærsta happadrættisvinning sem hefur unnist á Íslandi. Hjónin hafa ákveðið að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af vinningnum. 20.4.2012 11:33 Enginn eldur á Ásbrú - bara háþrýstiþvottur Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, en þar var tilkynnt um reyk undan þaki húss. Þegar þeir mættu á staðinn kom í ljós að enginn eldur var laus en verið var að háþrýstiþvo húsið. Við það myndaðist einskonar vatnsgufa sem einhver hélt að væri reykur og því var liðið kallað út. 20.4.2012 11:31 Geiri á Goldfinger látinn Ásgeir Þór Davíðsson lést seint í gærkvöldi. Ásgeir, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, var 62 ára gamall þegar hann lést. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum bæjarins en hann rak umdeildan nektardansstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 20.4.2012 11:04 Amnesty boðar til mótmæla við Shell bensínstöðina á Vesturlandsvegi Nýstofnuð Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir svokallaðri "hreinsunaraðgerð" á Shell bensínstöðinni við Vesturlandsveg þann 22. apríl næstkomandi. 20.4.2012 10:59 Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20.4.2012 10:01 Vill reglur um aðgang allra að landsleikjum "Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá,“ segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. 20.4.2012 09:30 Nota gervitunglamyndir við að greina útbreiðslu lúpínu Notkun gervitunglamynda við að meta útbreiðslu lúpínu á Íslandi lofar góðu. Nú hefur verið þróuð aðferðafræði við greiningu myndanna og niðurstöður liggja fyrir úr fyrsta hluta samstarfsverkefnis stofnana og háskóla. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar í sumar. 20.4.2012 09:30 Miklu fleiri karlar stunda starfsnám en konur Um tveir af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi stunda nám á bóknámsbrautum en um þriðjungur er í starfsnámi. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lækkað lítillega frá síðasta ári og hafa ekki verið færri nemendur í starfsnámi síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um skólamál sem birtust í morgun. Hlutfall nemenda í starfsnámi er mun hærra meðal karla en kvenna, eða tæp 39% á móti 28% hjá konum. 20.4.2012 09:23 SGS styður kvótafrumvörpin en vill breytingar Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur að framlögð frumvörp ríkisstjórnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald séu mikilvægt skref í þá átt að eyða óvissu sem ríkt hefur á undanförnum árum um framtíð og rekstur fiskvinnslu og útgerðar á Íslandi. 20.4.2012 09:02 Enn á huldu með hulduefnið Ráðgátan um hulduefni í alheiminum varð enn dularfyllri í fyrradag eftir að ný rannsókn stjörnufræðinga í Síle gekk í berhögg við fyrri kenningar um eðli efnisins. 20.4.2012 09:00 Tugmilljóna dósasvindl á ári Neytendur og framleiðendur drykkja í skilaskyldum umbúðum snuða Endurvinnsluna árlega um tugi milljóna króna og hefur svindlið farið vaxandi. 20.4.2012 08:00 Ákveðið að loka 16 kirkjum í Kaupmannahöfn Héraðsráð Kaupmannahafnar hefur ákveðið að loka 16 kirkjum í borginni. Ástæðan fyrir þessu er að prestar messa á sunnudögum í síauknum mæli fyrir tómum kirkjum í borginni. 20.4.2012 07:16 Meirihlutinn bendir á Sigrúnu og Gunnar Bæjarfulltrúinn Gunnar Birgisson og Sigrún Ágústa Bragadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK), bættu við setningu í tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem var fullyrt að lánveitingar sjóðsins til Kópavogsbæjar stæðust lög. 20.4.2012 07:15 Wen Jiabao til landsins í dag Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn. 20.4.2012 07:00 Óvenjumikill hitamunur á landinu í nótt Óvenumikill hitamunur var á landinu í nótt, eða rúmlega 20 gráður. 20.4.2012 06:56 Sarkozy á undir högg að sækja í frönsku forsetakosningunum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á undir högg að sækja í fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi sem haldin verður um helgina. 20.4.2012 06:54 Náðist á hlaupum eftir innbrot í apótek Brotist var inn í apótekið í Hólagarði við Lóuhóla í Reykjavík í fjórða tímanum í nótt. 20.4.2012 06:53 Ferðamaðurinn komst úr Esjunni skömmu fyrir miðnættið Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu niður úr Esjuhlíðum með hollenskan ferðamann á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hann hringdi eftir hjálp síðdegis, eftir að hann var kominn í sjálfheldu. 20.4.2012 06:48 Skipverjar á færeyskum línubát yfirheyrðir í dag Færeyski línubáturinn, sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum suður af Vestmannaeyjum í gærmorgun, kom til Vestmannaeyja laust fyrir miðnætti og verða skipverjar yfirheyrðir í dag. 20.4.2012 06:44 Páfinn setur ofan í við bandarískar nunnur Páfinn hefur falið þremur bandarískum biskupum að setja ofan í við stærstu samtök nunna í Bandaríkjunum þar sem samtökin hafi vikið um of frá réttum kennisetningum kaþólsku kirkjunnar. 20.4.2012 06:41 Wen Jiabao er einn af valdamestu leiðtogum heimsins Wen Jiabao forsætisráðherra Kína sem kemur í heimsókn til Íslands í dag er af flestum talinn í hópi tíu valdamestu leiðtoga heimsins. 20.4.2012 06:27 Aðstandendur fórnarlamba Breivik varaðir við réttarhaldinu í dag Aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik hafa verið varaðir við að sitja í réttarhaldinu yfir honum í dag. Þá verður farið nákvæmlega í gegnum hvert þeirra 69 morða sem Breivik framdi í Útey og Breivik beðinn að útskýra gjörðir sínar í smáatriðum. 20.4.2012 06:24 Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. 20.4.2012 06:00 Áminntu Nesskel án ástæðu Umhverfisstofnun hefur afturkallað áminningu sem var veitt Nesskel vegna tveggja frávika frá starfsleyfi fyrirtækisins. Áminningin var veitt þann 2. apríl á þeim forsendum að fyrirtækið hefði ekki sent stofnuninni staðfestingu eða áætlun um um úrbætur vegna frávikanna. 20.4.2012 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Rukkið veggjaldið bara lengur ef það dugar ekki Stjórnarfrumvarp um að ríkissjóður ábyrgist lán til Vaðlaheiðarganga er komið á dagskrá Alþingis. Forseti bæjarstjórnar Norðurþings, Gunnlaugur Stefánsson, segir einfalt mál að lengja í lánunum ef veggjöld verða undir áætlunum og skorar á stjórnvöld að koma verkinu í gang. 20.4.2012 20:15
Leirfok sem Ómar kvikmyndar sést ekki á rykmælum Ómar Ragnarsson segir leirstorma geisa við Hálslón á sumrin og svo komi til með að vera um alla framtíð. Þeir koma hins vegar ekki fram á mælum og telur Ómar ástæðuna vera þá að Landgræðslan mæli aðeins það ryk sem falli til jarðar en ekki það sem fjúki. 20.4.2012 19:30
Erfðabreytt matvæli í Nóa Kroppi og Freyju Hrís Nóa Kropp og Freyju Hrís innihalda erfðabreytt matvæli, og eru nú merkt þannig á umbúðum í samræmi við nýlega reglugerð. Freyja þarf að henda talsverðu magni af umbúðum, sem nú eru úreltar. 20.4.2012 19:00
Segir mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða vera stríðsyfirlýsingu Löggjöf sem Evrópusambandið undirbýr, sem felur í sér mögulegar refsiaðgerðir vegna makrílveiða Íslendinga, er yfirlýsing um viðskiptastríð að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. 20.4.2012 18:45
Mótmæla hörku kínverja í garð Tíbeta Um 40 mótmælendur eru nú saman komnir fyrir utan Hörpuna. Hópurinn mótmælir vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 17:52
Samningar undirritaðir í Þjóðmenningarhúsinu Sex samningar og samkomulög voru undirrituð Þjóðmenningarhúsinu í dag, að viðstöddum forsætisráðherrum Íslands og Kína. 20.4.2012 17:35
Stálu 25 kílóum af gasi Þjófar stálu samtals 25 kílóum af gasi frá fyrirtæki í Reykjanesbæ fyrr í vikunni samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum. Sá eða þeir sem þarna voru að verki höfðu klippt í sundur lás á geymslugrind sem er á bak við fyrirtækið og komist þannig inn í hana. 20.4.2012 16:44
Engar líkur á að farþegar hafi lifað af Yfirvöld í Pakistan segja að engar líkur séu á því að einhver hafi komist lífs af þegar farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Vélin er sögð hafa hrapað í íbúðabyggð og herma fregnir að nokkur hús hafi eyðilagst þegar vélin skall á þeim. 20.4.2012 16:38
Birnir sluppu úr dýragarði - tvær konur látnar Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita héraði. Óljóst er hve margir birnir sluppu út en veiðimenn hafa skotið nokkra í dag. Konurnar tvær sem fundist hafa látnar eru taldir vera starfsmenn í garðinum. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæum hefur verið skipað að halda sig innandyra og gefið var frí í skólum í dag vegna málsins. 20.4.2012 16:04
Forsætisráðherrann þakkaði fyrir hlýjar móttökur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra bauð Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, velkominn til landsins við upphaf fundar þeirra í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Hún sagði ánægjulegt að forsætisráðherrann væri kominn til landsins og vonandi yrði heimsóknin til þess að styrkja tengsl ríkjanna. 20.4.2012 15:35
Félagar úr Falun Gong mættir til að mótmæla Félagar úr Falun Gong hafa tekið sér stöðu á Arnarhóli til þess að mótmæla ofríki kínverskra stjórnvalda. Falun Gong vakti gríðarlega athygli á Íslandi þegar þeir komu hingað árið 2002 til að mótmæla á sama tíma og Jiang Zemin, þáverandi forseti Kína, kom í opinbera heimsókn. 20.4.2012 15:25
Hvern vilt þú sjá á Bessastöðum? Lesendur Vísis geta í dag og fram yfir helgi tekið þátt í könnun á vefnum og látið í ljós skoðun sína á því hver eigi að verða næsti forseti Íslands. Sjö hafa þegar tilkynnt um framboð sitt en framboðsfrestur rennur út 25. maí. Sjálfar kosningarnar verða síðan á laugardaginn 30. júní. 20.4.2012 15:11
Aukning á slysum og tjónum vegna rafvespa Tryggingafélagið Sjóvá finnur fyrir aukningu á slysum og tjónum vegna notkunar rafvespa hér á landi. Ástæðan er fyrst og fremst mikil aukning á rafvespum í umferð hér á landi. Helstu notendur rafvespa eru unglingar sem ekki hafa fengið kennslu til þess að stjórna vélknúnum ökutækjum í umferðinni. 20.4.2012 15:06
Farþegaþota hrapaði í Pakistan Farþegaflugvél með 127 farþega innanborðs hrapaði í dag nálægt flugvellinum í Islamabad í Pakistan. Pakistanskir miðlar segja að vélin hafi verið frá Bhoja flugfélaginu og á leið frá Karachi til Islamabad þegar hún hrapaði. Óljóst er hvort einhverjir hafi komist af en björgunarsveitir eru á leið á slysstaðinn. 20.4.2012 14:40
Jóhanna tók á móti Wen Jiabao Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var á Keflavíkurflugvelli þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, lenti ásamt föruneyti sínu. Sendinefndin kom með Boeing 747 þotu. Jiabao mun heimsækja Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum í kvöld. Á meðfylgjandi myndskeiði getur þú séð þegar tekið er á móti Jiabao í Keflavík. 20.4.2012 14:38
Súlukóngurinn með stóra hjartað Það er óhætt að segja að Ásgeir Þór Davíðsson hafi verið umdeildur maður. Hann rak lengi vel nektardansstaði og hafði sínar skoðanir á hlutunum, sem fylgdu ekki alltaf meginstraumi þjóðfélagsins. Samferðarfólk hans segir Ásgeir hafa verið með stórt hjarta fjölskyldukær og ættrækinn. Og hann var góður við náungann að sögn þeirra sem til hans þekktu. 20.4.2012 13:57
Ronan Keating mætir á Þjóðhátíð Poppstjarnan Ronan Keating hefur boðað komu sína á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skiptuleggjendum hátíðarinnar en Keating kemur til Eyja ásamt tíu manna hljómsveit. 20.4.2012 13:45
Eldur í bíl við Sporðagrunn Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út fyrir skömmu en tilkynnt var um eld í bifreið við Sporðagrunn. Nánar verður sagt frá málinu síðar. 20.4.2012 13:35
Færðu íslensku þjóðinni augnlækningatæki Lionshreyfingin í Íslandi færði í morgun íslensku þjóðinni að gjöf augnlækningatæki sem nú sárvantar á Landspítalann. Þetta er gert í tilefni af 60 ára afmæli Lions hér á landi. Viðstaddur afhendinguna var alþjóðaforseti Lions, Wing-Kun Tam, en hann er heiðursgestur afmælisþingsins sem hefst 20 í dag. 20.4.2012 13:23
Öldruð hjón týndu 3000 evrum á Suðurlandi Hjón á áttræðisaldri týndu umslagi sem í voru 3000 evrur mest í 200 evru seðlum síðdegis í fyrradag. Hjónin fóru í Íslandsbanka á Selfossi á milli klukkan 14 og 16 á miðvikudag þar sem þau tóku út gjaldeyrinn til að nota í utanlandsferð sem þau voru á leið í. Þegar þau voru að búa sig til ferðarinnar í gær fundu þau ekki umslagið með gjaldeyrinum. Hugsanlegt er að umslagið hafi glatast á Selfossi eða í Hveragerði. Lögreglan biður fólk að hafa augun hjá sér á þessum tilgreindu stöðum og líta eftir umslagi sem hugsanlega gæti legið í götunni, í görðum eða annars staðar og hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 finnist umslagið með evrunum. 20.4.2012 12:57
Boða til mótmæla við Hörpuna vegna Tíbets Boðað hefur verið til mótmæla við Hörpuna síðar í dag á meðan á veislu til heiðurs forsætisráherra Kína stendur. Hópurinn ætlar að mómæla vaxandi hörku kínverskra stjórnvalda í garð Tíbeta. 20.4.2012 12:28
Sóttu rúmar 100 milljónir til Íslenskrar getspár Hjón sem unnu 108 milljónir í Víkingalottói á dögunum mættu til Getspár í morgun að vitja vinnings síns. Húsbóndinn hafði keypt 5 raða Víkingalottómiða í Olís Akureyri og vann stærsta happadrættisvinning sem hefur unnist á Íslandi. Hjónin hafa ákveðið að leyfa börnunum sínum að njóta góðs af vinningnum. 20.4.2012 11:33
Enginn eldur á Ásbrú - bara háþrýstiþvottur Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja voru kallaðir á Ásbrú, á gamla varnarsvæðinu, en þar var tilkynnt um reyk undan þaki húss. Þegar þeir mættu á staðinn kom í ljós að enginn eldur var laus en verið var að háþrýstiþvo húsið. Við það myndaðist einskonar vatnsgufa sem einhver hélt að væri reykur og því var liðið kallað út. 20.4.2012 11:31
Geiri á Goldfinger látinn Ásgeir Þór Davíðsson lést seint í gærkvöldi. Ásgeir, eða Geiri á Goldfinger eins og hann var að jafnan kallaður, var 62 ára gamall þegar hann lést. Ásgeir þótti með líflegri persónuleikum bæjarins en hann rak umdeildan nektardansstað í Kópavogi og hafði áður rekið fjölmarga skemmtistaði víða um borg. Meðal annars Hafnarkrána. 20.4.2012 11:04
Amnesty boðar til mótmæla við Shell bensínstöðina á Vesturlandsvegi Nýstofnuð Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International stendur fyrir svokallaðri "hreinsunaraðgerð" á Shell bensínstöðinni við Vesturlandsveg þann 22. apríl næstkomandi. 20.4.2012 10:59
Kínverska forsætisráðherrans beðið með eftirvæntingu Kinverski sendiherrann og kona hans mættu prúðbúin að Hóteli Reykjavík Natura í morgun. Þaðan fóru svo fjölmargar rútur til Keflavíkur. Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er væntanlegur til landsins klukkan tólf á hádegi ásamt um 100 manna fylgdarliði. Hann mun funda með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í dag og Ólafi Ragnari Grímssyni forseta á Bessastöðum. 20.4.2012 10:01
Vill reglur um aðgang allra að landsleikjum "Mér finnst eins og mörgum öðrum að það sé alls óviðunandi þegar stórviðburðir eiga sér stað og eru í beinum útsendingum, hvort sem það er menning, listir eða íþróttaviðburðir, þá skuli sú staða koma upp ítrekað að það er boðið upp á þetta í læstri dagskrá,“ segir alþingismaðurinn Lúðvík Geirsson, sem hefur innt Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra eftir því með skriflegri fyrirspurn á þingi hvort til standi að koma í veg fyrir þetta hvað íþróttirnar varðar. 20.4.2012 09:30
Nota gervitunglamyndir við að greina útbreiðslu lúpínu Notkun gervitunglamynda við að meta útbreiðslu lúpínu á Íslandi lofar góðu. Nú hefur verið þróuð aðferðafræði við greiningu myndanna og niðurstöður liggja fyrir úr fyrsta hluta samstarfsverkefnis stofnana og háskóla. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar í sumar. 20.4.2012 09:30
Miklu fleiri karlar stunda starfsnám en konur Um tveir af hverjum þremur nemendum á framhaldsskólastigi stunda nám á bóknámsbrautum en um þriðjungur er í starfsnámi. Hlutfall nemenda í starfsnámi hefur lækkað lítillega frá síðasta ári og hafa ekki verið færri nemendur í starfsnámi síðasta áratuginn. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar um skólamál sem birtust í morgun. Hlutfall nemenda í starfsnámi er mun hærra meðal karla en kvenna, eða tæp 39% á móti 28% hjá konum. 20.4.2012 09:23
SGS styður kvótafrumvörpin en vill breytingar Starfsgreinasamband Íslands (SGS) telur að framlögð frumvörp ríkisstjórnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald séu mikilvægt skref í þá átt að eyða óvissu sem ríkt hefur á undanförnum árum um framtíð og rekstur fiskvinnslu og útgerðar á Íslandi. 20.4.2012 09:02
Enn á huldu með hulduefnið Ráðgátan um hulduefni í alheiminum varð enn dularfyllri í fyrradag eftir að ný rannsókn stjörnufræðinga í Síle gekk í berhögg við fyrri kenningar um eðli efnisins. 20.4.2012 09:00
Tugmilljóna dósasvindl á ári Neytendur og framleiðendur drykkja í skilaskyldum umbúðum snuða Endurvinnsluna árlega um tugi milljóna króna og hefur svindlið farið vaxandi. 20.4.2012 08:00
Ákveðið að loka 16 kirkjum í Kaupmannahöfn Héraðsráð Kaupmannahafnar hefur ákveðið að loka 16 kirkjum í borginni. Ástæðan fyrir þessu er að prestar messa á sunnudögum í síauknum mæli fyrir tómum kirkjum í borginni. 20.4.2012 07:16
Meirihlutinn bendir á Sigrúnu og Gunnar Bæjarfulltrúinn Gunnar Birgisson og Sigrún Ágústa Bragadóttir, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK), bættu við setningu í tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins (FME) þar sem var fullyrt að lánveitingar sjóðsins til Kópavogsbæjar stæðust lög. 20.4.2012 07:15
Wen Jiabao til landsins í dag Kínverski forsætisráðherrann Wen Jiabao og föruneyti hans kemur til landsins í dag í tveggja daga opinbera heimsókn. 20.4.2012 07:00
Óvenjumikill hitamunur á landinu í nótt Óvenumikill hitamunur var á landinu í nótt, eða rúmlega 20 gráður. 20.4.2012 06:56
Sarkozy á undir högg að sækja í frönsku forsetakosningunum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti á undir högg að sækja í fyrri umferð forsetakosninganna þar í landi sem haldin verður um helgina. 20.4.2012 06:54
Náðist á hlaupum eftir innbrot í apótek Brotist var inn í apótekið í Hólagarði við Lóuhóla í Reykjavík í fjórða tímanum í nótt. 20.4.2012 06:53
Ferðamaðurinn komst úr Esjunni skömmu fyrir miðnættið Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar komu niður úr Esjuhlíðum með hollenskan ferðamann á ellefta tímanum í gærkvöldi, en hann hringdi eftir hjálp síðdegis, eftir að hann var kominn í sjálfheldu. 20.4.2012 06:48
Skipverjar á færeyskum línubát yfirheyrðir í dag Færeyski línubáturinn, sem áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum suður af Vestmannaeyjum í gærmorgun, kom til Vestmannaeyja laust fyrir miðnætti og verða skipverjar yfirheyrðir í dag. 20.4.2012 06:44
Páfinn setur ofan í við bandarískar nunnur Páfinn hefur falið þremur bandarískum biskupum að setja ofan í við stærstu samtök nunna í Bandaríkjunum þar sem samtökin hafi vikið um of frá réttum kennisetningum kaþólsku kirkjunnar. 20.4.2012 06:41
Wen Jiabao er einn af valdamestu leiðtogum heimsins Wen Jiabao forsætisráðherra Kína sem kemur í heimsókn til Íslands í dag er af flestum talinn í hópi tíu valdamestu leiðtoga heimsins. 20.4.2012 06:27
Aðstandendur fórnarlamba Breivik varaðir við réttarhaldinu í dag Aðstandendur fórnarlamba fjöldamorðingjans Anders Breivik hafa verið varaðir við að sitja í réttarhaldinu yfir honum í dag. Þá verður farið nákvæmlega í gegnum hvert þeirra 69 morða sem Breivik framdi í Útey og Breivik beðinn að útskýra gjörðir sínar í smáatriðum. 20.4.2012 06:24
Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. 20.4.2012 06:00
Áminntu Nesskel án ástæðu Umhverfisstofnun hefur afturkallað áminningu sem var veitt Nesskel vegna tveggja frávika frá starfsleyfi fyrirtækisins. Áminningin var veitt þann 2. apríl á þeim forsendum að fyrirtækið hefði ekki sent stofnuninni staðfestingu eða áætlun um um úrbætur vegna frávikanna. 20.4.2012 06:00