Innlent

Land er víða viðkvæmt núna

Um helgina verður sérstök gæsla í Hornstrandafriðlandinu og vélsleðafólki vísað frá.
Um helgina verður sérstök gæsla í Hornstrandafriðlandinu og vélsleðafólki vísað frá. Mynd/Umhverfisstofnun
Umhverfismál Umhverfisstofnun minnir á að frost er nú víða farið úr jörð og landið viðkvæmt fyrir utanvegaakstri, jafnvel þó snjóhula liggi yfir.

Á vef stofnunarinnar eru ferðamenn beðnir að hafa sérstaka gát á þessu. „Jafnframt bendir stofnunin á að ýmis svæði eru lokuð fyrir alla umferð vélknúinna farartækja, þar með vélsleða, svo sem Hornstrandafriðlandið,“ segir þar. Þá eru einnig svæði á borð við Þjórsárver þar sem tímabundið er lokað fyrir alla umferð. „Á tímabilinu 1. maí til 10. júní er öll umferð um varplönd heiðargæsa bönnuð.“- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×