Innlent

Ræddu mannréttindamál mjög ítarlega

Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum í morgun
Jóhanna og Jiabao á Þingvöllum í morgun mynd/jmg

Jóhanna Sigurðardótti forsætisráðherra vonast til þess að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína geti tekið gildi á næsta ári. Hún segir heimsókn kínverska forsætisráðherrans hafa styrkt mjög samvinnu og vinatengsl ríkjanna.

Jóhanna fundaði með Wen Jiabao forsætisráðherra Kína í Þjóðmenningarhúsinu í gær og voru þar viðskiptasambönd og samskipti þjóðanna rædd en hún vonast til þess að heimsóknin opni yrir frekari viðskiptatengsl milli landanna.

„Ég er sannfærð um að þessi heimsókn hefur styrkt mjög samvinnu ríkjanna og samskipti," segir Jóhanna Sigurðardóttir.

Hún segir að fríverslunarsamningur millli Íslands og Kína hafi verið ræddur og að hún sjái nú fyrir endan á fjögurra ára ferli við gerð hans.

„Þetta er búið að taka alltof langan tíma, og forsætisráðherran var mjög jákvæður fyrir því að leggja sitt af mörkum til þess að við gætum gengið frá honum á næsta ári," segir hún.

Þá segir hún að mannréttindamál hafi verið stór hluti af fundi ráðherranna í gær.

„Ég lýsti fyrir honum þar áherslur sem Íslendingar leggja á mannréttindamál og einnig hvernig ég vildi sjá mannréttindamál í Kína en út í einstök atriði get ég ekki farið en það var mjög ítarlega rætt," segir Jóhanna.

„Þetta er nú umbótasinnaður maður, ég varð allavega ekki fyrir vonbrigðum með hans svör."

Þá greindi Jóhanna einnig Wen frá áhuga sínum að taka upp samvinnu við kínverja í jafnréttismálum.

„Ég held að við getum kennt Kínverjum mjög mikið í þeim málum og hann var mjög opinn og jákvæður fyrir því."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.