Fleiri fréttir "Niðurskurður hefur haft áhrif á öll svið lögreglunnar" Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Landssambandið fundaði um helgina og ályktuðu lögreglumenn að leggja skuli niður Lögregluna í núverandi mynd. 26.4.2012 18:12 Staðfesta morðdóm yfir Naoui Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Redouane Naoui, sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári. 26.4.2012 17:16 Helmingur vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Um 49% landsmanna ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur í komandi forsetakosningum. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson er með 11,5% fylgi á meðan aðrir eru með um eða undir 3%. 26.4.2012 16:53 Árásin litin alvarlegum augum Árás starfsmanns á barn skammtímavistun fyrir fötluð börn í Garðabæ í síðustu viku er litin mjög alvarlegum augum, segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar. Barnið sem varð fyrir árásinni marðist illa á hendi, en hlaut ekki önnur meiðsl. Vísir hefur ekki upplýsingar um hver aðdragandinn að árásinni var. 26.4.2012 16:27 Stúdentar leita að alvarlegum tilfellum af "prófljótu“ Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ákveðið að efna til samkeppni um hver sé með mestu "prófljótuna“ nú þegar vorprófin standa sem hæst. 26.4.2012 16:21 Lögreglumenn vilja leggja niður lögregluna í núverandi mynd Lögreglumenn vilja að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan langvarandi og mikill niðurskurður sem lögregluembættin hafa þurft að sæta. Lögreglumenn þinguðu um helgina. Ályktun eftir þingið er stutt en einföld. 26.4.2012 15:35 Sex látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu Að minnsta kosti sex eru látnir eftir tvær sprengjuárásir í Nígeríu í dag. Árásirnar beindust að þekktu fréttablaði í landinu. 26.4.2012 17:46 HÍ opnar nýjan vef Háskóli Íslands opnaði í dag endurnýjaðan vef þar sem áhersla er lögð á lifandi framsetningu efnis og stóraukin þægindi við námsleit. Með því er komið enn betur til móts við þann mikla fjölda sem kynnir sér námsleiðir og starfsemi Háskóla Íslands á hverjum degi. Vefur Háskóla Íslands er einn sá fjölsóttasti á landinu auk þess að tilheyra þeim sem miðla hvað mestu efni. Vefur Háskóla Íslands fær um 70 þúsund heimsóknir vikulega og kemur allnokkur hluti heimsókna erlendis frá. 26.4.2012 16:36 Harpa hættir að merkja stæði sérstaklega fyrir konur Stjórnendur í Hörpu hafa ákveðið að breyta merkingum í bílakjallara hússins eftir að mikil umræða skapaðist um þau í morgun. Smugan fjallaði um málið en í húsinu hafa verið stæði sem ertu sérstaklega merkt fyrir fatlaða en einnig fyrir konur. Harpan svaraði í dag fyrirspurn Smugunnar á þann hátt að þetta væri þekkt í Evrópu. Konur væru oft óöruggar og að þeim "líði illa í slíkum húsum og þessum stæðum því gjarnan komið fyrir nálægt inngöngum.“ 26.4.2012 15:37 Lögreglan ekki eins sýnileg og áður Almenningur telur lögregluna ekki nærri því eins sýnilega og áður var, samkvæmt niðurstöðum þolendakönnunar sem gerð var á vegum Ríkislögreglustjóra. Könnunin nær til ársins 2010 en niðurstöðurnar voru fyrst birtar opinberlega í morgun. 26.4.2012 15:09 Æstist yfir leik Real og Bayern - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hávaða í heimahúsi í gær. Húsbóndinn kom til dyra og viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á látunum enda var æsispennandi fótboltaleikur í sjónvarpinu. 26.4.2012 14:55 Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. "Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt,“ segir Snorri. 26.4.2012 13:42 Evrópuráð þrýstir á Öryggisráðið Stjórnarþing Evrópuráðs þrýstir nú á Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna um að koma í veg fyrir vopnasendingar til Sýrlands. 26.4.2012 15:57 Á annað hundrað manns kynntu sér stefnu Hægri grænna Um 120 manns er mættir á fund Hægri grænna sem fram fer i dag þar sem verið er að kynna forystu flokksins og stefnumál. 26.4.2012 14:39 Um 40.000 manns sungu saman í Osló Rúmlega 40 þúsund manns komu saman á Youngstorgi í Osló í dag og sungu þjóðlagið Börn regnbogans. Nokkrum metrum frá torginu sat Anders Behring Breivik í dómssal og lýsti voðaverkum sínum í Osló og Útey. 26.4.2012 14:01 Árásir gerðar á ritstjórnarskrifstofur í Nígeríu Að minnsta kosti þrír fórust í sprengingu á ritstjórnarskrifstofum eins stærsta dagblaðs Nígeríu, sem heitir ThisDay. Skrifstofurnar eru í höfuðborg landsins Abuja en á sama tíma bárust fregnir af annari sprengingu í borginni Kaduma og þar var einnig um að ræða skrifstofur sama blaðs.. Staðfest hefur verið að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér. 26.4.2012 13:45 Lögreglan í Portúgal neitar að endurvekja rannsókn Lögregluyfirvöld í Portúgal neita að endurvekja rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Lundúnalögreglan, Scotland Yard, sagði í gær að nýjar vísbendingar hefðu uppgötvast í málinu og að Maddie gæti mögulega verið á lífi. 26.4.2012 12:46 Ók á ofsahraða með vin sinn á þakinu Lögreglan stöðvaði tvo pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins á meðan því stóð. Hafi þetta átt að vera einshverskonar leikur þá er sá leikur lífshættulegur. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var ennfremur rætt við forráðamenn þeirra um alvarleika málsins. Mildi má teljast að ekki hlaust mjög alvarlegt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki. 26.4.2012 12:43 Starfsmaður veittist að fötluðu barni Starfsmaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ veittist að barni á heimilinu í síðustu viku. Barnið er ekki alvarlega slasað en er með stórt mar á handlegg, samkvæmt upplýsingum Vísis. Atvikið hefur verið kært til lögreglu, eins og fram kemur á fréttavefnum Pressunni. 26.4.2012 12:07 Agnes ekki hlynnt frekari aðskilnaði Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands, segist ekki vera hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Á endanum sé það hins vegar þjóðarinnar að taka ákvörðun í málinu. 26.4.2012 12:00 Taylor fundinn sekur Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, hefur verið fundinn sekur um að stuðla að stríðsglæpum þegar borgarastríðið í nágrannalandinu Sierra Leone stóð sem hæst. 26.4.2012 11:40 Taka verður alla gagnrýni alvarlega Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. 26.4.2012 11:00 Gangaslagur kostar ríkið 9 milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík 8,9 milljónir króna með vöxtum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gangaslag í skólanum í apríl 2009. 26.4.2012 11:00 Netarallið það besta frá upphafi Svonefnt netarall Hafrannsóknarstofnunar sem nú var farið sautjánda árið í röð, til að rannsaka ástand þorskstofnsins við landið, skilaði betri árangri en nokkru sinni fyrr. 26.4.2012 10:56 Tugir létust í öflugri sprengingu í Sýrlandi Allt að sjötíu fórust í sýrlensku borginni Hama í öflugri sprengingu sem lagði fjölmörg hús í borginni í rúst. Ríkisfjölmiðlar landsins tala reyndar um að sextán hafi látist en andspyrnumenn tala um sjötíu. 26.4.2012 10:55 Vilja fá samtal Davíðs og Geirs Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir afriti af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá október 2008. Umræðuefnið var fyrirhugað lán Seðlabankans til Kaupþings. 26.4.2012 10:30 Katrín syngur í Osló Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. "Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín. 26.4.2012 10:06 Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. 26.4.2012 10:00 Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er. 26.4.2012 09:44 Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. 26.4.2012 09:30 Aldrei fleiri börn í leikskóla Rúmlega 19 þúsund börn sóttu leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafa þau aldrei verið fleiri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur leikskólabörnum fjölgað um 198 frá desember árið á undan, eða um 1%. Einnig má greina breytingar á viðverutíma barnanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri börn dvelja 7 tíma og lengur á dag í leikskóla en fyrir ári síðan. Í desember voru starfandi 265 leikskólar á Íslandi og hafði þeim fækkað um 12 frá árinu áður. Breytingar á fjölda leikskóla má aðallega rekja til sameininga skóla í Reykjavík. 26.4.2012 09:06 Nær uppselt á allar sýningar Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. 26.4.2012 09:00 Náttúran.is fær viðurkenningu Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum“. 26.4.2012 08:00 Bretar safna blóði fyrir Ólympíuleikana Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hvetja nú almenning til þess að gefa blóð í blóðbönkum landsins. 26.4.2012 07:28 Hvetja til að verslunum sé lokað 1. maí Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á verslunarmenn á starfssvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar fyrsta maí, baráttudag verkalýðsins. 26.4.2012 07:25 Dómur í máli Charles Taylor kveðinn upp í dag Sérstakur alþjóðadómstóll í Haag mun í dag kveða upp dóm yfir Charles Taylor, fyrrum leiðtoga Líberíu. 26.4.2012 07:23 Ungur ökumaður tekinn á ofsahraða í íbúðahverfi 18 ára ökumaður var sviftur ökuréttindum til bráðabirgða og á yfir höfði sér háa sekt, eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða á Stekkjarbakka í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi. 26.4.2012 07:20 Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug í nótt til móts við sjúkarbíl, sem var að flytja sjúkling af Snæfellsnesi áleiðis til Reykjavíkur. 26.4.2012 07:18 Hertar vopnareglur gera tugþúsundir Dana að lögbrjótum Hertar reglur um vopnaeign í Danmörku gera það að verkum að eftir 1. júní næstkomandi munu tugþúsundir Dana verða lögbrjótar. 26.4.2012 07:16 Yfir 500 sjómenn fordæma kvótafrumvörpin 537 sjómenn á 29 þekktum aflaskipum fordæma í yfirlýsingu þá grímulausu aðför að kjörum þeirra, sem við blasi í frumvörpunum um breytingar á stjórn fiskveiða, eins og sjómennirnir orða það. 26.4.2012 07:13 Konungur Spánar flæktur í nýtt hneyksli Spænskir fjölmiðlar fjalla nú ítarlega um nýtt hneyskli sem komið er upp innan konungsfjölskyldu landsins. Svo virðist sem Juan Carlos konungur Spánar hafi átti í ástarsambandi við danska konu árum saman. 26.4.2012 07:05 Dauðarefsing afnumin í Connecticut Ákveðið hefur verið að afnema dauðarefsingu í ríkinu Connecticut í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun gildir þó ekki um þá 11 fanga sem bíða aftöku á dauðgöngum í fangelsum ríkisins. 26.4.2012 07:03 Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. 26.4.2012 07:00 Opna gröf mafíuforingja í Vatikaninu vegna hvarfs 15 ára stúlku Yfirvöld á Ítalíu munu opna gröf mafíuforingja í Vatkaninu í Róm í næsta mánuði til að kanna hvort þar sé einnig að finna lík 15 ára gamallar stúlku sem hvarf árið 1983. 26.4.2012 06:55 Stálu verðmætum myndavélum í innbroti í nótt Vörum fyrir allt að 900 þúsund krónum var stolið úr versluninni Reykjavík Foto við Laugaveg í nótt og komust þjófarnir undan. 26.4.2012 06:42 Sjá næstu 50 fréttir
"Niðurskurður hefur haft áhrif á öll svið lögreglunnar" Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Landssambandið fundaði um helgina og ályktuðu lögreglumenn að leggja skuli niður Lögregluna í núverandi mynd. 26.4.2012 18:12
Staðfesta morðdóm yfir Naoui Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Redouane Naoui, sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember á síðasta ári. 26.4.2012 17:16
Helmingur vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta Um 49% landsmanna ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur í komandi forsetakosningum. Ólafur Ragnar Grímsson mælist með um 35% fylgi. Ari Trausti Guðmundsson er með 11,5% fylgi á meðan aðrir eru með um eða undir 3%. 26.4.2012 16:53
Árásin litin alvarlegum augum Árás starfsmanns á barn skammtímavistun fyrir fötluð börn í Garðabæ í síðustu viku er litin mjög alvarlegum augum, segir Guðfinna B. Kristjánsdóttir upplýsingastjóri Garðabæjar. Barnið sem varð fyrir árásinni marðist illa á hendi, en hlaut ekki önnur meiðsl. Vísir hefur ekki upplýsingar um hver aðdragandinn að árásinni var. 26.4.2012 16:27
Stúdentar leita að alvarlegum tilfellum af "prófljótu“ Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur ákveðið að efna til samkeppni um hver sé með mestu "prófljótuna“ nú þegar vorprófin standa sem hæst. 26.4.2012 16:21
Lögreglumenn vilja leggja niður lögregluna í núverandi mynd Lögreglumenn vilja að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan langvarandi og mikill niðurskurður sem lögregluembættin hafa þurft að sæta. Lögreglumenn þinguðu um helgina. Ályktun eftir þingið er stutt en einföld. 26.4.2012 15:35
Sex látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu Að minnsta kosti sex eru látnir eftir tvær sprengjuárásir í Nígeríu í dag. Árásirnar beindust að þekktu fréttablaði í landinu. 26.4.2012 17:46
HÍ opnar nýjan vef Háskóli Íslands opnaði í dag endurnýjaðan vef þar sem áhersla er lögð á lifandi framsetningu efnis og stóraukin þægindi við námsleit. Með því er komið enn betur til móts við þann mikla fjölda sem kynnir sér námsleiðir og starfsemi Háskóla Íslands á hverjum degi. Vefur Háskóla Íslands er einn sá fjölsóttasti á landinu auk þess að tilheyra þeim sem miðla hvað mestu efni. Vefur Háskóla Íslands fær um 70 þúsund heimsóknir vikulega og kemur allnokkur hluti heimsókna erlendis frá. 26.4.2012 16:36
Harpa hættir að merkja stæði sérstaklega fyrir konur Stjórnendur í Hörpu hafa ákveðið að breyta merkingum í bílakjallara hússins eftir að mikil umræða skapaðist um þau í morgun. Smugan fjallaði um málið en í húsinu hafa verið stæði sem ertu sérstaklega merkt fyrir fatlaða en einnig fyrir konur. Harpan svaraði í dag fyrirspurn Smugunnar á þann hátt að þetta væri þekkt í Evrópu. Konur væru oft óöruggar og að þeim "líði illa í slíkum húsum og þessum stæðum því gjarnan komið fyrir nálægt inngöngum.“ 26.4.2012 15:37
Lögreglan ekki eins sýnileg og áður Almenningur telur lögregluna ekki nærri því eins sýnilega og áður var, samkvæmt niðurstöðum þolendakönnunar sem gerð var á vegum Ríkislögreglustjóra. Könnunin nær til ársins 2010 en niðurstöðurnar voru fyrst birtar opinberlega í morgun. 26.4.2012 15:09
Æstist yfir leik Real og Bayern - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna hávaða í heimahúsi í gær. Húsbóndinn kom til dyra og viðurkenndi að hann bæri ábyrgð á látunum enda var æsispennandi fótboltaleikur í sjónvarpinu. 26.4.2012 14:55
Skoða nýja tökustaði fyrir Game of Thrones í maí Aðstandendur Game of Thrones þáttanna eru væntanlegir til landsins í maí til þess að skoða mögulega tökustaði fyrir þriðju seríu þáttanna. Þetta staðfestir Snorri Þórisson í samtali við Vísi. Farið verður víða um landið til að skoða mögulega tökustaði, meðal annars á Norðurland. Snorri vill þó ekki segja neitt nánar málið þangað til að ákvarðanir verða teknar. "Það er best að hafa sem fæst orð um það á meðan ekki er búið að ákveða neitt,“ segir Snorri. 26.4.2012 13:42
Evrópuráð þrýstir á Öryggisráðið Stjórnarþing Evrópuráðs þrýstir nú á Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna um að koma í veg fyrir vopnasendingar til Sýrlands. 26.4.2012 15:57
Á annað hundrað manns kynntu sér stefnu Hægri grænna Um 120 manns er mættir á fund Hægri grænna sem fram fer i dag þar sem verið er að kynna forystu flokksins og stefnumál. 26.4.2012 14:39
Um 40.000 manns sungu saman í Osló Rúmlega 40 þúsund manns komu saman á Youngstorgi í Osló í dag og sungu þjóðlagið Börn regnbogans. Nokkrum metrum frá torginu sat Anders Behring Breivik í dómssal og lýsti voðaverkum sínum í Osló og Útey. 26.4.2012 14:01
Árásir gerðar á ritstjórnarskrifstofur í Nígeríu Að minnsta kosti þrír fórust í sprengingu á ritstjórnarskrifstofum eins stærsta dagblaðs Nígeríu, sem heitir ThisDay. Skrifstofurnar eru í höfuðborg landsins Abuja en á sama tíma bárust fregnir af annari sprengingu í borginni Kaduma og þar var einnig um að ræða skrifstofur sama blaðs.. Staðfest hefur verið að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Enginn hefur enn lýst tilræðinu á hendur sér. 26.4.2012 13:45
Lögreglan í Portúgal neitar að endurvekja rannsókn Lögregluyfirvöld í Portúgal neita að endurvekja rannsókn á hvarfi Madeleine McCann. Lundúnalögreglan, Scotland Yard, sagði í gær að nýjar vísbendingar hefðu uppgötvast í málinu og að Maddie gæti mögulega verið á lífi. 26.4.2012 12:46
Ók á ofsahraða með vin sinn á þakinu Lögreglan stöðvaði tvo pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins á meðan því stóð. Hafi þetta átt að vera einshverskonar leikur þá er sá leikur lífshættulegur. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var ennfremur rætt við forráðamenn þeirra um alvarleika málsins. Mildi má teljast að ekki hlaust mjög alvarlegt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki. 26.4.2012 12:43
Starfsmaður veittist að fötluðu barni Starfsmaður á skammtímavistun fyrir fötluð börn og ungmenni í Garðabæ veittist að barni á heimilinu í síðustu viku. Barnið er ekki alvarlega slasað en er með stórt mar á handlegg, samkvæmt upplýsingum Vísis. Atvikið hefur verið kært til lögreglu, eins og fram kemur á fréttavefnum Pressunni. 26.4.2012 12:07
Agnes ekki hlynnt frekari aðskilnaði Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands, segist ekki vera hlynnt frekari aðskilnaði ríkis og kirkju. Á endanum sé það hins vegar þjóðarinnar að taka ákvörðun í málinu. 26.4.2012 12:00
Taylor fundinn sekur Fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, hefur verið fundinn sekur um að stuðla að stríðsglæpum þegar borgarastríðið í nágrannalandinu Sierra Leone stóð sem hæst. 26.4.2012 11:40
Taka verður alla gagnrýni alvarlega Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. 26.4.2012 11:00
Gangaslagur kostar ríkið 9 milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi nemanda Menntaskólans í Reykjavík 8,9 milljónir króna með vöxtum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í gangaslag í skólanum í apríl 2009. 26.4.2012 11:00
Netarallið það besta frá upphafi Svonefnt netarall Hafrannsóknarstofnunar sem nú var farið sautjánda árið í röð, til að rannsaka ástand þorskstofnsins við landið, skilaði betri árangri en nokkru sinni fyrr. 26.4.2012 10:56
Tugir létust í öflugri sprengingu í Sýrlandi Allt að sjötíu fórust í sýrlensku borginni Hama í öflugri sprengingu sem lagði fjölmörg hús í borginni í rúst. Ríkisfjölmiðlar landsins tala reyndar um að sextán hafi látist en andspyrnumenn tala um sjötíu. 26.4.2012 10:55
Vilja fá samtal Davíðs og Geirs Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa óskað eftir afriti af símtali Davíðs Oddssonar, þáverandi formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, frá október 2008. Umræðuefnið var fyrirhugað lán Seðlabankans til Kaupþings. 26.4.2012 10:30
Katrín syngur í Osló Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. "Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín. 26.4.2012 10:06
Tíu þúsund kafarar í Silfru nú í sumar „Menn verða að fá þá vöru sem er verið að selja,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um þá fyrirætlan að bjóða út sérleyfi fyrir köfunarþjónustu í friðlandinu. 26.4.2012 10:00
Norðmenn syngja til að lýsa andúð á voðaverkunum Norðmenn ætla að fjölmenna í miðborg Oslóar í dag til þess að syngja lagið Regnbogabarn. Með þessu vilja Norðmenn lýsa andúð sinni á Anders Behring Breivik og voðaverkum sem hann framdi í Osló og Útey í fyrra, en réttarhöld yfir Breivik standa nú yfir eins og kunnugt er. 26.4.2012 09:44
Opinbera afskriftir yfir 100 milljónum Allar afskriftir yfir 100 milljónum króna verða gerðar opinberar, ef tillaga efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verður að veruleika. Nefndin samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til að frumvarp Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og fleiri þar um verði samþykkt. 26.4.2012 09:30
Aldrei fleiri börn í leikskóla Rúmlega 19 þúsund börn sóttu leikskóla á Íslandi í desember síðastliðnum og hafa þau aldrei verið fleiri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur leikskólabörnum fjölgað um 198 frá desember árið á undan, eða um 1%. Einnig má greina breytingar á viðverutíma barnanna á þann hátt að hlutfallslega fleiri börn dvelja 7 tíma og lengur á dag í leikskóla en fyrir ári síðan. Í desember voru starfandi 265 leikskólar á Íslandi og hafði þeim fækkað um 12 frá árinu áður. Breytingar á fjölda leikskóla má aðallega rekja til sameininga skóla í Reykjavík. 26.4.2012 09:06
Nær uppselt á allar sýningar Nær uppselt er á allar átján fyrirhugaðar sýningar Afmælisveislunnar eftir Nóbelskáldið Harold Pinter, sem verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. 26.4.2012 09:00
Náttúran.is fær viðurkenningu Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum“. 26.4.2012 08:00
Bretar safna blóði fyrir Ólympíuleikana Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hvetja nú almenning til þess að gefa blóð í blóðbönkum landsins. 26.4.2012 07:28
Hvetja til að verslunum sé lokað 1. maí Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á verslunarmenn á starfssvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar fyrsta maí, baráttudag verkalýðsins. 26.4.2012 07:25
Dómur í máli Charles Taylor kveðinn upp í dag Sérstakur alþjóðadómstóll í Haag mun í dag kveða upp dóm yfir Charles Taylor, fyrrum leiðtoga Líberíu. 26.4.2012 07:23
Ungur ökumaður tekinn á ofsahraða í íbúðahverfi 18 ára ökumaður var sviftur ökuréttindum til bráðabirgða og á yfir höfði sér háa sekt, eftir að bíll hans mældist á 116 kílómetra hraða á Stekkjarbakka í Reykjavík á ellefta tímanum í gærkvöldi. 26.4.2012 07:20
Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi í nótt Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug í nótt til móts við sjúkarbíl, sem var að flytja sjúkling af Snæfellsnesi áleiðis til Reykjavíkur. 26.4.2012 07:18
Hertar vopnareglur gera tugþúsundir Dana að lögbrjótum Hertar reglur um vopnaeign í Danmörku gera það að verkum að eftir 1. júní næstkomandi munu tugþúsundir Dana verða lögbrjótar. 26.4.2012 07:16
Yfir 500 sjómenn fordæma kvótafrumvörpin 537 sjómenn á 29 þekktum aflaskipum fordæma í yfirlýsingu þá grímulausu aðför að kjörum þeirra, sem við blasi í frumvörpunum um breytingar á stjórn fiskveiða, eins og sjómennirnir orða það. 26.4.2012 07:13
Konungur Spánar flæktur í nýtt hneyksli Spænskir fjölmiðlar fjalla nú ítarlega um nýtt hneyskli sem komið er upp innan konungsfjölskyldu landsins. Svo virðist sem Juan Carlos konungur Spánar hafi átti í ástarsambandi við danska konu árum saman. 26.4.2012 07:05
Dauðarefsing afnumin í Connecticut Ákveðið hefur verið að afnema dauðarefsingu í ríkinu Connecticut í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun gildir þó ekki um þá 11 fanga sem bíða aftöku á dauðgöngum í fangelsum ríkisins. 26.4.2012 07:03
Gengur gegn EES-samningi að banna gengistryggð lán ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum formlegar athugasemdir vegna allsherjarbanns við gengistryggingu lána í íslenskri mynt. Lögum var breytt í þá veru í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána árið 2010. Stofnunin segir þetta ganga gegn EES-samningnum. 26.4.2012 07:00
Opna gröf mafíuforingja í Vatikaninu vegna hvarfs 15 ára stúlku Yfirvöld á Ítalíu munu opna gröf mafíuforingja í Vatkaninu í Róm í næsta mánuði til að kanna hvort þar sé einnig að finna lík 15 ára gamallar stúlku sem hvarf árið 1983. 26.4.2012 06:55
Stálu verðmætum myndavélum í innbroti í nótt Vörum fyrir allt að 900 þúsund krónum var stolið úr versluninni Reykjavík Foto við Laugaveg í nótt og komust þjófarnir undan. 26.4.2012 06:42