Innlent

Náttúran.is fær viðurkenningu

verðlaunuð Svandís Svavarsdóttir veitti þeim Einari og Guðrúnu verðlaunin.
mynd/umhverfisráðuneytið
verðlaunuð Svandís Svavarsdóttir veitti þeim Einari og Guðrúnu verðlaunin. mynd/umhverfisráðuneytið
Vefsíðan Náttúran.is hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, í gær fyrir „framúrskarandi starf að umhverfismálum".

Segir í rökstuðningi valnefndar að stofnendur og eigendur hennar, þau Guðrún Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson, séu brautryðjendur á þessum vettvangi, knúin áfram af áhuga og umhyggju fyrir náttúrunni og umhverfinu. Verðlaunagripurinn, Kuðungurinn, er eftir listakonuna Ingu Elínu. - shá



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×