Erlent

Sex látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu

Frá vettvangi í Nígeríu í dag.
Frá vettvangi í Nígeríu í dag. mynd/AP
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir tvær sprengjuárásir í Nígeríu í dag. Árásirnar beindust að þekktu fréttablaði í landinu.

Þrír létust við skrifstofur blaðsins í borginni Abuja og þá létust aðrir þrír við höfuðstöðvar blaðsins í norðurhluta borgarinnar Kaduna.

Vitni segja að önnur sprengjuárásin hafi verið sjálfsmorðssprengjuárás. Yfirvöld í Nígeríu hafa þó ekki staðfest þetta.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafa þó áður staðið að svipuðum tilræðum í Nígeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×