Innlent

Katrín syngur í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir, er ein fimm menningarmálaráðherra Norðurlandanna, sem mun syngja á torginu á Osló nú í hádeginu. Hún segir að um sé að ræða litla aðgerð til að sýna samstöðu með fjölmenningu. „Við erum hérna að rölta út á torg í Osló, rétt hjá sprengjustaðnum, og þetta er svona aðgerð til þess að sýna samstöðu með fjölmenningu," segir Katrín.

Þúsundir manna eru samankomnir á torginu en ætlunin er að syngja lagið Regnbogabarn sem Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Útey og Osló hefur lýst sérstakri andúð á og sagt að sé ætlað að heilaþvo börn með marxískum áróðri. „Við erum hér öll og þvert á flokka. Það eru allir ráðherrar mættir," segir Katrín, en menningarmálaráðherrar allra Norðurlandanna hafa verið í Osló í dag á samstarfsfundi. „Við ákváðum bara að mæta og taka þátt. Af því að fjölmenning er rauði þráðurinn í menningarstefnunni," segir Katrín.

Smelltu á hlekkinn „Horfa á myndskeið með frétt" til að heyra lagið sem verður sungið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×