Erlent

Konungur Spánar flæktur í nýtt hneyksli

Spænskir fjölmiðlar fjalla nú ítarlega um nýtt hneyskli sem komið er upp innan konungsfjölskyldu landsins. Svo virðist sem Juan Carlos konungur Spánar hafi átti í ástarsambandi við danska konu árum saman.

Konan, hin 47 ára gamla Corinna Larsen, tilheyrir svokölluðu þotuliði í Evrópu en hún kemur frá auðugri fjölskyldu. Corinna hefur farið fram á við spænska fjölmiðla að þeir haldi nafni hennar leyndu en án árangurs. Hún og konungurinn munu hafa átt í ástarsambandi frá því að þau hittust fyrst við opinbera athöfn árið 2006.

Í spænskum fjölmiðlum er konungurinn nú kallaður Don Juan Carlos vegna þessa máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×