Innlent

Netarallið það besta frá upphafi

Svonefnt netarall Hafrannsóknarstofnunar sem nú var farið sautjánda árið í röð, til að rannsaka ástand þorskstofnsins við landið, skilaði betri árangri en nokkru sinni fyrr.

Sex bátar tóku þátt í rallinu og lögðu netin á sömu staði og á sama tíma og undanfarin ár, og varð heildaraflinn þúsund tonn, og nær undantekningarlaust betri á öllum svæðum en áður.

Þetta er mjög í takt við togararallið fyrir skömmu, sem skilaði betri árangri en í mörg ár og benda báðar þessar rannsóknir til þess að þorskstofninn fari ört vaxandi og sé í góðu ástandi að öðru leiti.

Niðurstöðurnar verða lagðar til grundvallar ákvörðunar um þorskkvóta á næsta fiskveiðiári, sem hefst fyrsta september, og kunnugir áætla að kvótinn verði aukinn um tíu prósent, hið minnsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×