Innlent

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflugi í nótt

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í sjúkraflug í nótt til móts við sjúkarbíl, sem var að flytja sjúkling af Snæfellsnesi áleiðis til Reykjavíkur.

Honum hrakaði í flutningnum þannig að sjúkraflutningamenn óskuðu eftir þyrlunnni, sem lenti á plani við Borgarfjarðarbrú, tók sjúklinginn um borð og flutti til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×