Innlent

Stálu verðmætum myndavélum í innbroti í nótt

Vörum fyrir allt að 900 þúsund krónum var stolið úr versluninni Reykjavík Foto við Laugaveg í nótt og komust þjófarnir undan.

Þeir brutu rúðu í útihurð með stórum steini og komust þannig inn. Síðan sliltu þeir myndavélarnar lausar, sem allar voru í keðjum, festar við veggi og náðu alls sex myndavélum, meðal annars dýrum atvinnumannavélum og spjaldtölvu.

Þetta mun hafa gerst um klukan hálf tvö í nótt, og miðað við viðbrögð öryggisvarða og lögreglu við þjófavarnakerfinu, hafa þjófarnir ekki verið nema örfáar mínútur að athafna sig á vettvangi. Þeirra er nú leitað og óskað er eftir upplýsingum hugsanlegra vitna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×