Innlent

Lögreglumenn vilja leggja niður lögregluna í núverandi mynd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ítarlegt viðtal verður við Snorra Magnússon í Reykjavík síðdegis.
Ítarlegt viðtal verður við Snorra Magnússon í Reykjavík síðdegis.
Lögreglumenn vilja að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd. Samkvæmt upplýsingum Vísis er ástæðan langvarandi og mikill niðurskurður sem lögregluembættin hafa þurft að sæta. Lögreglumenn þinguðu um helgina. Ályktun eftir þingið er stutt en einföld.

„31. þing Landssambands lögreglumanna leggur til að lögreglan á Íslandi verði lögð niður í núverandi mynd," segir þar.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að lögreglumenn væru ekki eins sýnilegir og áður en ástæða þess er talin vera sú að akstur lögreglubíla hefur snarminnkað á undanförnum árum.

Ítarlegt viðtal við Snorra Magnússon, formann Landssambands lögreglumanna, verður í þættinum Reykjavík síðdegis á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×