Innlent

Um 40.000 manns sungu saman í Osló

Rúmlega 40.000 manns komu saman á Youngstorgi í Osló í dag og sungu þjóðlagið Börn regnbogans eftir Lillebjørn Nilsen. Nokkrum metrum frá torginu sat Anders Behring Breivik í dómssal og lýsti voðaverkum sínum í Osló og Útey.

Margir veifuðu fánum og rósum þegar söngurinn hófst. Fjöldinn gekk síðan að dómshúsinu, enn syngjandi, og vottuðu fórnarlömbum Breiviks þannig virðingu sína.

Breivik hafði lýst yfir andúð sinni á laginu. Hann sagði að laginu sé ætlað að heilaþvo börn með marxíska áróðri. Í kjölfarið var fjöldasöngur skipulagður á Youngstorgi í gegnum Facebook og aðra samskiptavefi.

Hægt er að sjá myndband af fjöldasönginu hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×