Fleiri fréttir 18 vilja hanna nýja fangelsið Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum. 26.4.2012 03:00 Murdoch neitar öllum sökum Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans. 26.4.2012 02:00 Sér eftir látalátum við geðlækna "Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." 26.4.2012 01:30 18 ára dómur látinn standa Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat. 26.4.2012 01:00 Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26.4.2012 00:30 Bráðabirgðastjórn í sumar Ákveðið hefur verið að þingkosningar verði haldnar í Hollandi 12. september. Þangað til verður bráðabirgðaríkisstjórn við völd undir forystu Marks Rutte forsætisráðherra, sem sagði af sér á mánudag. 26.4.2012 00:00 Frá fæðingu til 12 ára aldurs - Líðandi kvikmynd um þroska barna Hollenskur faðir og kvikmyndagerðarmaður hefur birt myndband þar sem vöxtur barna hans frá fæðingu birtist á rúmum tveimur mínútum. 25.4.2012 23:30 Áhrif mannkyns kortlögð í myndbandi Kanadískur mannfræðingur sem safnað hefur saman gögnum um veru mannkyns á Jörðinni hefur birt myndband sem sýnir áhrif okkar á plánetuna. 25.4.2012 23:00 Ástþór með nýja vefsíðu og Facebook flugmiðaleik "Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu,“ segir í tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda. Þar segir að um sé að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem sé að ryðja sér til rúms erlendis. 25.4.2012 23:09 Tyson er fallegasti bolabíturinn Tveggja ára gamall hvolpur, Tyson, var valinn sá fallegasti í árlegri fegurðarsamkeppni bolabíta í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. 25.4.2012 22:30 Legó íhugar að fjöldaframleiða EVE online-geimskip Hægt er að kjósa á heimasíðu Legó hvort leikfangafyrirtækið skuli hefja framleiðslu á geimförum eftir hönnun úr leiknum EVE online. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem gerir út leikinn en geimskipið var meðal annars framleitt fyrir aðdáendahátíð CCP sem var á dögunum. 25.4.2012 21:34 Obama söng um baráttumál sín Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman undirspili hljómsveitarinnar The Roots. 25.4.2012 21:30 Egill Skallagrímsson hefði orðið framsóknarbóndi á Alþingi "Egill er mjög klikkaður. Hann er með margar greiningar, hann er mikið illmenni, jaðrar við að vera siðblindur í samskiptum. Hann er með alvarlega geðhvarfasýki og sveiflast þannig upp og niður í geðrofi. Hann er alkahólisti og í æsku var hann með mótþróaröskun,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann lýsir Agli Skallagrímssyni en Óttar hefur skrifað bók um hetjur Íslendingasagnanna þar sem hann dregur þær inn á skrifstofu til sín og greinir út frá geðlækningum. 25.4.2012 21:02 Níunda stúlkan á 100 árum varð inspector scholae í dag Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík tók við í dag en Hörn Heiðarsdóttir er inspector scholae. Hún er níunda stúlkan til að gegna því embætti í meira en hundrað ára sögu skólans. 25.4.2012 20:30 Stofna vinnuhóp um lausnir á myntvanda Íslendinga Íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinna nú að stofnun vinnuhóps sem mun hafa það hlutverk að finna lausnir á þeim vanda sem Íslendingar standa frammi fyrir í efnahags- og peningamálum. 25.4.2012 20:00 RÚV í háskerpu fyrir 2014 Í dag birti Ríkisútvarpið útboðsauglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu um stafræna dreifingu sjónvarps. Útboðið nær til flutnings á tveimur sjónvarpsdagskrám fyrir RÚV í háskerpu til allra landsmanna að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. 25.4.2012 19:38 Grunaður um að hafa hótað fólki úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er ákærður fyrir fjölmörg brot, meðal annars að hafa ráðist á barnsmóður sína vopnaður harmi og veitt henni áverka. Meðal gagna sem lögð voru fyrir í gæsluvarðhaldskröfunni var listi með nöfnum þar sem maðurinn hafði skrifað ákveðnar upphæðir við hvert nafn. Listinn fannst í fangaklefa hans. 25.4.2012 19:36 Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Allir hæstaréttardómarar voru vanhæfir í máli sem flutt var í Hæstarétti í gær. Ástæðan er að annar málsaðilinn er sjálfur hæstaréttardómari. 25.4.2012 19:30 Þannig vilja flokkarnir koma Íslandi í gang Afar mismunandi sýn birtist frá forystumönnum stjórnmálaflokka um hvernig fjárfestingum verði best komið af stað í landinu. Skapa traust og festu, segja Vinstri grænir. Losun gjaldeyrishafta, segir Framsókn. Orkuuppbygging, segir Sjálfstæðisflokkur. Evrópusambandsviðræður, segir Samfylkingin. 25.4.2012 18:45 Orkuveitan ræðir við lífeyrissjóði - einkavæðing segja VG Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við lífeyrissjóði um aðkomu að hlutafélagi um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu. Formaður stjórnarinnar vonast til þess að með samningum verði hægt að komast nær því að klára fjármögnun virkjunarinnar öllum til farsældar. 25.4.2012 18:34 "Þetta eru mikil tímamót" "Fyrsta verkefnið verður að heyra í starfsmönnum kirkjunnar,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og ræddi við þáttastjórnendur um nýafstaðið biskupskjör. 25.4.2012 18:00 Rúmlega 500 sjómenn mótmæla frumvarpi 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvarpa um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir mótmæli þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða. 25.4.2012 17:59 Fær níu milljónir í skaðabætur vegna gangaslags í MR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða fyrrverandi nema Menntaskólans í Reykjavík um það bil níu milljónir króna í miskabætur. Maðurin er tólf prósent öryki eftir að hafa hálsbrotnað í svokölluðum gangaslag í MR sem haldinn var ár hvert í skólanum en hefur nú verið lagður af. 25.4.2012 17:47 Hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi möguleiki Yfirvöld í Frakklandi segja að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ætti að íhuga hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi ef friðaráætlun Kofi Annans fer út um þúfur. 25.4.2012 16:55 Gingrich mun draga sig í hlé Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni. 25.4.2012 15:50 Agnes verður næsti biskup Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, verður næsti biskup Íslands. Niðurstöður talningar í síðari umferð biskupskjörsins voru kunngjörðar á Dómkirkjuloftinu á fjórða tímanum í dag. Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einnig í kjöri. Nýr biskup verður vígður í lok júní. 25.4.2012 15:36 Halda alþjóðlega hjólakeppni á Íslandi Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin á Íslandi dagana 19. júní -22. júní. Í keppninni munu 20 fjögurra manna lið keppa sín á milli um hvaða lið mun koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Hjólakeppnir sem slíkar eru vinsælar erlendis og þótti aðstandum keppninnar tími til kominn að Ísland gæti boðið upp á keppni sem yrði eftirsótt á erlendri grundu, ekki síst vegna miðnætursólarinnar. Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi verður efnt til átaksverkefnis um heilsu og hreyfingu barna. 25.4.2012 15:28 Segir fjármálaráðuneytið hafa rænt Lífeyrissjóðnum Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir að fjármálaráðuneytið hafi rænt Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar. Þetta sagði hann þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli gegn stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar og framkvæmdastjóra sjóðsins. 25.4.2012 14:04 Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum "Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin Biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. "Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll,“ segir Agnes. 25.4.2012 16:11 Toyota stolið Toyota Corolla árgerð 1997, eiturgrænn að lit, var stolið í úthverfi Kópavogs í gær. Bíllinn er í eigu bláfátæks námsmanns í Háskóla Íslands og er tjónið því tilfinnanlegt þótt bíllinn sé ekki verðmætur. Bílnúmerið er UX 945. 25.4.2012 14:58 Síðasti dagur vitnaleiðsla í Vítisenglamálinu Nú er að ljúka vitnaleiðslum í Vítisenglamálinu svokallaða en þar er fólk sem sagt er tengjast mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, ákært fyrir hrottalega líkamsárás. Einnig er um meint kynferðisbrot að ræða og því hefur þinghald í málinu verið lokað. Hinir ákærðu hafa setið í varðhaldi frá því málið kom upp en þau voru handtekin í janúar. Þar á meðal er Einar "Boom" Marteinsson, sem þá var forsprakki Vítisengla. Hann hefur nú af eigin sögn hætt í félagsskapnum. 25.4.2012 14:40 Átján tillögur um nýtt fangelsi Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík en frestur til að skila tillögum rann út 16. apríl síðastliðinn. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í dag til að hefja mat á tillögunum. 25.4.2012 13:39 Stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar svarar til saka Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, segist engar ákvarðanir hafa tekið um lánveitingar sjóðsins. Þessu svaraði hún þegar saksóknari spurði hana út í lánveitingar sjóðsins upp á 320 milljónir til Kópavogsbæjar í byrjun október á árinu 2009. Saksóknari telur að þessar lánveitingar hafi verið ólöglegar. Sigrún Ágústa svarar því til að stjórn sjóðsins hafi ráðið för. 25.4.2012 13:09 Misskilningur vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. 25.4.2012 12:51 Var það andsvar Ögmundar sem jók gubbupestina? Kristján L. Möller, helsti baráttumaður Vaðlaheiðarganga, segir að gubbupest sín hafi aukist þegar hann hlustaði rúmfastur í gærkvöldi á ræður sumra á Alþingi um jarðgöngin. Kristján gefur í skyn að það hafi verið andsvar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hafði þessi áhrif. 25.4.2012 12:20 Hægri grænir kynna stefnumálin á Múlakaffi Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur opnað nýja heimasíðu og á morgun verður forysta flokksins og stefna hans kynnt á Múlakaffi. Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur. 25.4.2012 12:07 Mein Kampf endurútgefin Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924. 25.4.2012 11:56 Nýr flughermir tekinn í notkun Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja flugherminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands. 25.4.2012 11:56 Bræður dæmdir fyrir líkamsárás á Ráðhústorginu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi bræður á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Annar bróðirinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm, en hann var á skilorði vegna annars brots. Sex mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 25.4.2012 11:46 Braut gróflega gegn stjúpdóttur sinni Rösklega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. 25.4.2012 11:20 Umsóknir um strandveiðar streyma inn Umsóknir um strandveiðileyfi í sumar streyma nú inn til Fiskistofu, eftir að farið var að taka á móti þeim í gær. Talið er að hátt í sjö hundruð bátar muni stunda veiðarnar í sumar. 25.4.2012 11:18 Líkur á að Maddie sé á lífi Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal. 25.4.2012 11:18 Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. 25.4.2012 11:00 Staða sendinga sést í snjallsíma Eimskip hefur tekið í notkun nýtt snjallforrit (eða „app“) sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar rauntímaupplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga. 25.4.2012 10:30 Kjörstjórn vinnur hörðum höndum á Dómkirkjuloftinu Kjörstjórn í biskupkosningunum lokaði sig af á Dómkirkjuloftinu klukkan tíu í morgun og mun sitja við talningu atkvæða í seinni umferð kosninganna fram eftir degi. Tveir eru í framboði þau Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. 25.4.2012 10:20 Sjá næstu 50 fréttir
18 vilja hanna nýja fangelsið Átján tillögur bárust í hönnunarsamkeppni fangelsisins á Hólmsheiði. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í gær til að hefja mat á tillögunum. 26.4.2012 03:00
Murdoch neitar öllum sökum Ástralski fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch neitar því að hafa þegið neinn greiða frá valdamiklum mönnum, sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum hans. 26.4.2012 02:00
Sér eftir látalátum við geðlækna "Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. "Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." 26.4.2012 01:30
18 ára dómur látinn standa Ítalskur áfrýjunardómstóll hefur látið standa nær óbreyttan 18 ára fangelsisdóm yfir Calisto Tanzi, stofnanda mjólkurrisans Parmalat. 26.4.2012 01:00
Geta stýrt vél með hugarafli Svissneskum vísindamönnum hefur tekist að gera lömuðu fólki kleift að stýra fjarlægum vélbúnaði með hugaraflinu einu saman. 26.4.2012 00:30
Bráðabirgðastjórn í sumar Ákveðið hefur verið að þingkosningar verði haldnar í Hollandi 12. september. Þangað til verður bráðabirgðaríkisstjórn við völd undir forystu Marks Rutte forsætisráðherra, sem sagði af sér á mánudag. 26.4.2012 00:00
Frá fæðingu til 12 ára aldurs - Líðandi kvikmynd um þroska barna Hollenskur faðir og kvikmyndagerðarmaður hefur birt myndband þar sem vöxtur barna hans frá fæðingu birtist á rúmum tveimur mínútum. 25.4.2012 23:30
Áhrif mannkyns kortlögð í myndbandi Kanadískur mannfræðingur sem safnað hefur saman gögnum um veru mannkyns á Jörðinni hefur birt myndband sem sýnir áhrif okkar á plánetuna. 25.4.2012 23:00
Ástþór með nýja vefsíðu og Facebook flugmiðaleik "Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu,“ segir í tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda. Þar segir að um sé að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem sé að ryðja sér til rúms erlendis. 25.4.2012 23:09
Tyson er fallegasti bolabíturinn Tveggja ára gamall hvolpur, Tyson, var valinn sá fallegasti í árlegri fegurðarsamkeppni bolabíta í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í vikunni. 25.4.2012 22:30
Legó íhugar að fjöldaframleiða EVE online-geimskip Hægt er að kjósa á heimasíðu Legó hvort leikfangafyrirtækið skuli hefja framleiðslu á geimförum eftir hönnun úr leiknum EVE online. Það er íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP sem gerir út leikinn en geimskipið var meðal annars framleitt fyrir aðdáendahátíð CCP sem var á dögunum. 25.4.2012 21:34
Obama söng um baráttumál sín Barack Obama, Bandaríkjaforseti, steig á stokk með þáttastjórnandanum Jimmy Fallon í gær. Félagarnir sungu saman undirspili hljómsveitarinnar The Roots. 25.4.2012 21:30
Egill Skallagrímsson hefði orðið framsóknarbóndi á Alþingi "Egill er mjög klikkaður. Hann er með margar greiningar, hann er mikið illmenni, jaðrar við að vera siðblindur í samskiptum. Hann er með alvarlega geðhvarfasýki og sveiflast þannig upp og niður í geðrofi. Hann er alkahólisti og í æsku var hann með mótþróaröskun,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir þegar hann lýsir Agli Skallagrímssyni en Óttar hefur skrifað bók um hetjur Íslendingasagnanna þar sem hann dregur þær inn á skrifstofu til sín og greinir út frá geðlækningum. 25.4.2012 21:02
Níunda stúlkan á 100 árum varð inspector scholae í dag Ný stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík tók við í dag en Hörn Heiðarsdóttir er inspector scholae. Hún er níunda stúlkan til að gegna því embætti í meira en hundrað ára sögu skólans. 25.4.2012 20:30
Stofna vinnuhóp um lausnir á myntvanda Íslendinga Íslensk stjórnvöld og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vinna nú að stofnun vinnuhóps sem mun hafa það hlutverk að finna lausnir á þeim vanda sem Íslendingar standa frammi fyrir í efnahags- og peningamálum. 25.4.2012 20:00
RÚV í háskerpu fyrir 2014 Í dag birti Ríkisútvarpið útboðsauglýsingu á Evrópska efnahagssvæðinu um stafræna dreifingu sjónvarps. Útboðið nær til flutnings á tveimur sjónvarpsdagskrám fyrir RÚV í háskerpu til allra landsmanna að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. 25.4.2012 19:38
Grunaður um að hafa hótað fólki úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur Íslands hefur staðfest gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er ákærður fyrir fjölmörg brot, meðal annars að hafa ráðist á barnsmóður sína vopnaður harmi og veitt henni áverka. Meðal gagna sem lögð voru fyrir í gæsluvarðhaldskröfunni var listi með nöfnum þar sem maðurinn hafði skrifað ákveðnar upphæðir við hvert nafn. Listinn fannst í fangaklefa hans. 25.4.2012 19:36
Allir hæstaréttardómarar vanhæfir Allir hæstaréttardómarar voru vanhæfir í máli sem flutt var í Hæstarétti í gær. Ástæðan er að annar málsaðilinn er sjálfur hæstaréttardómari. 25.4.2012 19:30
Þannig vilja flokkarnir koma Íslandi í gang Afar mismunandi sýn birtist frá forystumönnum stjórnmálaflokka um hvernig fjárfestingum verði best komið af stað í landinu. Skapa traust og festu, segja Vinstri grænir. Losun gjaldeyrishafta, segir Framsókn. Orkuuppbygging, segir Sjálfstæðisflokkur. Evrópusambandsviðræður, segir Samfylkingin. 25.4.2012 18:45
Orkuveitan ræðir við lífeyrissjóði - einkavæðing segja VG Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt að hefja viðræður við lífeyrissjóði um aðkomu að hlutafélagi um byggingu orkuvers á Hverahlíðarsvæðinu. Formaður stjórnarinnar vonast til þess að með samningum verði hægt að komast nær því að klára fjármögnun virkjunarinnar öllum til farsældar. 25.4.2012 18:34
"Þetta eru mikil tímamót" "Fyrsta verkefnið verður að heyra í starfsmönnum kirkjunnar,“ sagði Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin biskup Íslands. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag og ræddi við þáttastjórnendur um nýafstaðið biskupskjör. 25.4.2012 18:00
Rúmlega 500 sjómenn mótmæla frumvarpi 537 sjómenn hafa skrifað undir mótmæli gegn frumvarpa um breytingu á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Í tilkynningu frá þeim segir að þeir mótmæli þeirri grímulausu aðför að kjörum sínum sem við blasir í þeim frumvörpum sem fram eru komin um breytingar á stjórn fiskveiða. 25.4.2012 17:59
Fær níu milljónir í skaðabætur vegna gangaslags í MR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi íslenska ríkið til þess að greiða fyrrverandi nema Menntaskólans í Reykjavík um það bil níu milljónir króna í miskabætur. Maðurin er tólf prósent öryki eftir að hafa hálsbrotnað í svokölluðum gangaslag í MR sem haldinn var ár hvert í skólanum en hefur nú verið lagður af. 25.4.2012 17:47
Hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi möguleiki Yfirvöld í Frakklandi segja að Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna ætti að íhuga hernaðaraðgerðir gegn Sýrlandi ef friðaráætlun Kofi Annans fer út um þúfur. 25.4.2012 16:55
Gingrich mun draga sig í hlé Fjölmiðlar í Bandaríkjunum fullyrða að Newt Gingrich, sem nú sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar þar í landi, ætli að draga sig út úr kosningabaráttunni. 25.4.2012 15:50
Agnes verður næsti biskup Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, verður næsti biskup Íslands. Niðurstöður talningar í síðari umferð biskupskjörsins voru kunngjörðar á Dómkirkjuloftinu á fjórða tímanum í dag. Séra Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, var einnig í kjöri. Nýr biskup verður vígður í lok júní. 25.4.2012 15:36
Halda alþjóðlega hjólakeppni á Íslandi Alþjóðlega hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin á Íslandi dagana 19. júní -22. júní. Í keppninni munu 20 fjögurra manna lið keppa sín á milli um hvaða lið mun koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Hjólakeppnir sem slíkar eru vinsælar erlendis og þótti aðstandum keppninnar tími til kominn að Ísland gæti boðið upp á keppni sem yrði eftirsótt á erlendri grundu, ekki síst vegna miðnætursólarinnar. Markmiðið er ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Liðin safna áheitum og í samvinnu við Barnaheill - Save the Children á Íslandi verður efnt til átaksverkefnis um heilsu og hreyfingu barna. 25.4.2012 15:28
Segir fjármálaráðuneytið hafa rænt Lífeyrissjóðnum Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi, segir að fjármálaráðuneytið hafi rænt Lífeyrissjóði Kópavogsbæjar. Þetta sagði hann þegar hann gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjaness í máli gegn stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar og framkvæmdastjóra sjóðsins. 25.4.2012 14:04
Nýr biskup þakklátur stuðningsmönnum sínum "Nú þegar úrslit liggja fyrir í biskupskjörinu er mér þakklæti efst í huga. Þakklæti til þeirra er hvöttu mig til að gefa kost á mér til embættis Biskups Íslands,“ segir Agnes M. Sigurðardóttir, nýkjörin Biskup Íslands. Í yfirlýsingu segist hún þakklát þeim sem hafi stutt sig og hjálpað sér. "Bið ég Guð að launa það allt og blessa þau öll,“ segir Agnes. 25.4.2012 16:11
Toyota stolið Toyota Corolla árgerð 1997, eiturgrænn að lit, var stolið í úthverfi Kópavogs í gær. Bíllinn er í eigu bláfátæks námsmanns í Háskóla Íslands og er tjónið því tilfinnanlegt þótt bíllinn sé ekki verðmætur. Bílnúmerið er UX 945. 25.4.2012 14:58
Síðasti dagur vitnaleiðsla í Vítisenglamálinu Nú er að ljúka vitnaleiðslum í Vítisenglamálinu svokallaða en þar er fólk sem sagt er tengjast mótorhjólasamtökunum Vítisenglum, ákært fyrir hrottalega líkamsárás. Einnig er um meint kynferðisbrot að ræða og því hefur þinghald í málinu verið lokað. Hinir ákærðu hafa setið í varðhaldi frá því málið kom upp en þau voru handtekin í janúar. Þar á meðal er Einar "Boom" Marteinsson, sem þá var forsprakki Vítisengla. Hann hefur nú af eigin sögn hætt í félagsskapnum. 25.4.2012 14:40
Átján tillögur um nýtt fangelsi Átján tillögur bárust í samkeppni um hönnun fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík en frestur til að skila tillögum rann út 16. apríl síðastliðinn. Dómnefnd sem skipuð var vegna samkeppninnar kom saman í dag til að hefja mat á tillögunum. 25.4.2012 13:39
Stjórn Lífeyrissjóðs Kópavogsbæjar svarar til saka Sigrún Ágústa Bragadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs, segist engar ákvarðanir hafa tekið um lánveitingar sjóðsins. Þessu svaraði hún þegar saksóknari spurði hana út í lánveitingar sjóðsins upp á 320 milljónir til Kópavogsbæjar í byrjun október á árinu 2009. Saksóknari telur að þessar lánveitingar hafi verið ólöglegar. Sigrún Ágústa svarar því til að stjórn sjóðsins hafi ráðið för. 25.4.2012 13:09
Misskilningur vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum Misskilnings hefur gætt hér á landi, bæði meðal neytenda og framleiðenda, vegna merkinga á erfðabreyttum matvælum. Þetta segir matvælafræðingur hjá Matvælastofnun. Engar undantekningar eru á því að merkja skal matvæli ef þau innihalda erðabreytt efni, sama hversu lítið magnið er. 25.4.2012 12:51
Var það andsvar Ögmundar sem jók gubbupestina? Kristján L. Möller, helsti baráttumaður Vaðlaheiðarganga, segir að gubbupest sín hafi aukist þegar hann hlustaði rúmfastur í gærkvöldi á ræður sumra á Alþingi um jarðgöngin. Kristján gefur í skyn að það hafi verið andsvar Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem hafði þessi áhrif. 25.4.2012 12:20
Hægri grænir kynna stefnumálin á Múlakaffi Hægri grænir, flokkur fólksins, hefur opnað nýja heimasíðu og á morgun verður forysta flokksins og stefna hans kynnt á Múlakaffi. Formaður flokksins er Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur. 25.4.2012 12:07
Mein Kampf endurútgefin Yfirvöld í Bæjaralandi í Þýskalandi undirbúa nú endurútgáfu ritverksins Mein Kampf sem Adolf Hitler skrifaði árið 1924. 25.4.2012 11:56
Nýr flughermir tekinn í notkun Flugskóli Íslands hefur látið uppfæra flughermi sinn sem mun gerbreyta allri þjálfun flugnema hér á landi. Flughermirinn var uppfærður hjá franska framleiðandanum ALSIM og sá Eimskip um að flytja flugherminn til uppfærslu í Frakklandi og aftur heim til Íslands. 25.4.2012 11:56
Bræður dæmdir fyrir líkamsárás á Ráðhústorginu Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi bræður á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Annar bróðirinn hlaut átta mánaða fangelsisdóm, en hann var á skilorði vegna annars brots. Sex mánuðir dómsins eru skilorðsbundnir. 25.4.2012 11:46
Braut gróflega gegn stjúpdóttur sinni Rösklega fimmtugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. 25.4.2012 11:20
Umsóknir um strandveiðar streyma inn Umsóknir um strandveiðileyfi í sumar streyma nú inn til Fiskistofu, eftir að farið var að taka á móti þeim í gær. Talið er að hátt í sjö hundruð bátar muni stunda veiðarnar í sumar. 25.4.2012 11:18
Líkur á að Maddie sé á lífi Lundúnalögreglan, Scotland Yard, segir að enn sé möguleiki á að Madeleine McCann sé á lífi. Tæknideild lögreglunnar opinbera ljósmynd í dag sem sýnir hvernig Maddie litle myndi líta út í dag, fimm árum eftir að hún hvarf í Portúgal. 25.4.2012 11:18
Telja fundinn legstað Magnúsar lagabætis Rannsóknir á dómkirkjunni í Bergen í Noregi hafa leitt í ljós það sem menn telja vera hinsta hvílustað Magnúsar lagabætis Noregskonungs. Magnús var sonur Hákonar gamla Hákonarsonar og ríkti yfir Noregi frá 1263 til 1280. 25.4.2012 11:00
Staða sendinga sést í snjallsíma Eimskip hefur tekið í notkun nýtt snjallforrit (eða „app“) sem býður viðskiptavinum fyrirtækisins upp á að fá nákvæmar rauntímaupplýsingar í snjallsíma um stöðu sendinga. 25.4.2012 10:30
Kjörstjórn vinnur hörðum höndum á Dómkirkjuloftinu Kjörstjórn í biskupkosningunum lokaði sig af á Dómkirkjuloftinu klukkan tíu í morgun og mun sitja við talningu atkvæða í seinni umferð kosninganna fram eftir degi. Tveir eru í framboði þau Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, og Agnes Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, en þau fengu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna. 25.4.2012 10:20