Innlent

Hvetja til að verslunum sé lokað 1. maí

Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja, sem haldinn var í gærkvöldi, skorar á verslunarmenn á starfssvæði félagsins að hafa verslanir lokaðar fyrsta maí, baráttudag verkalýðsins.

Dagurinn sé frídagur alls launafólks á Íslandi. Jafnframt hvetur fundurinn neytendur til að sniðganga verslanir, sem hafa opið þennan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×