Erlent

Tugir létust í öflugri sprengingu í Sýrlandi

Mynd/AP
Allt að sjötíu fórust í sýrlensku borginni Hama í öflugri sprengingu sem lagði fjölmörg hús í borginni í rúst. Ríkisfjölmiðlar landsins tala reyndar um að sextán hafi látist en andspyrnumenn tala um sjötíu.

Þá ber mönnum heldur ekki saman um hvað hafi orsakað sprenginguna. Ríkismiðillinn segir að ólögleg sprengjuverksmiðja uppreisnarmanna hafi sprungið í loft upp en uppreisnarmenn segja að um loftárás stjórnarhersins hafi verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×