Erlent

Bretar safna blóði fyrir Ólympíuleikana

Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hvetja nú almenning til þess að gefa blóð í blóðbönkum landsins.

Þetta er liður í undirbúningi Breta fyrir Olympíuleikana í sumar. Vegna þess hve ferðamönnum mun fjölga í Bretlandi í tengslum við leikana telja heilbrigðisyfirvöld að blóðbirgðir landsins verði að vera 30% meiri en þær eru í meðalári til að mæta aukinni eftirspurn.

Reynslan í Bretlandi hefur verið sú að verulega dregur úr blóðgjöfum Breta meðan á stórum íþróttaviðburðum stendur þar sem almenningur gleymir þá oft að gefa blóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×