Innlent

Ók á ofsahraða með vin sinn á þakinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan stöðvaði tvo pilta, 17 og 16 ára, í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sá eldri ók fólksbíl hratt og ógætilega en sá yngri var á þaki bílsins á meðan því stóð. Hafi þetta átt að vera einshverskonar leikur þá er sá leikur lífshættulegur. Piltunum var fylgt til síns heima og þar var ennfremur rætt við forráðamenn þeirra um alvarleika málsins. Mildi má teljast að ekki hlaust mjög alvarlegt slys eða jafnvel dauði af þessu uppátæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×