Erlent

Dauðarefsing afnumin í Connecticut

Ákveðið hefur verið að afnema dauðarefsingu í ríkinu Connecticut í Bandaríkjunum. Þessi ákvörðun gildir þó ekki um þá 11 fanga sem bíða aftöku á dauðgöngum í fangelsum ríkisins.

Dauðarefsingu hefur lítið verið beitt í Connecticut undanfarin 52 ár og hafa aðeins tveir fangar verið teknir af lífi í ríkinu á því tímabili.

Með ákvörðuninni bætist Connecticut í hóp fjögurra annara ríkja í Bandaríkjunum sem afnumið hafa dauðarefsinguna en það eru Illinois, New Jersey, New Mexíkó og New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×