Erlent

Evrópuráð þrýstir á Öryggisráðið

Frá Hama í morgun.
Frá Hama í morgun. mynd/AP
Stjórnarþing Evrópuráðs þrýstir nú á Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna um að koma í veg fyrir vopnasendingar til Sýrlands.

Evrópuráðið samþykkti ályktunina með yfirgnæfandi meirihluta. Í ályktuninni er Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, harðlega gagnrýndur fyrir að virða friðaráætlun Kofi Annas að vettugi.

Allt að sjötíu manns létust í öflugri sprengingu í borginni Hama í Sýrlandi í dag. Mönnum ber ekki saman um hvað hafi orsakað sprenginguna.

Andspyrnumenn segja að um loftárás stjórnarhermanna hafi verið að ræða á meðan yfirvöld segja að ólöglega sprengjuverksmiða andófsmanna hafi sprungið í loft upp.

Samkvæmt mannréttindaráði Sameinuðu Þjóðanna hafa rúmlega 9.000 látið lífið síðan átök hófust í Sýrlandi í mars á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×