Innlent

Yfir 500 sjómenn fordæma kvótafrumvörpin

537 sjómenn á 29 þekktum aflaskipum fordæma í yfirlýsingu þá grímulausu aðför að kjörum þeirra, sem við blasi í frumvörpunum um breytingar á stjórn fiskveiða, eins og sjómennirnir orða það.

Þeir skora á Alþingismenn að taka ábyrga afstöðu með tilliti til afkomu sjómanna og þar með þjóðfélagsins í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×