Innlent

Liverpool fær ekki markvörð á neyðarláni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Doni og Brad Jones.
Alexander Doni og Brad Jones. Nordic Photos / Getty Images
Samkvæmt reglum ensku úrvalsdeildarinnar fær Liverpool ekki að fá annan markvörð til liðsins á svokölluðu neyðarlánssamningi fyrir leik liðsins gegn Everton í ensku bikarkeppninni um helgina.

Þeir Pepe Reina og Alexander Doni verða báðir í banni um helgina og mun því Brad Jones standa á milli stanganna. Hann kom inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Blackburn í gær eftir að Doni fékk að líta rauða spjaldið.

En lið fá aðeins að semja við markverði utan félagaskiptagluggans þegar meiðsli setja strik í reikninginn - ekki leikbönn.

Það er því líklegt að annað hvort Danny Ward, átján ára, eða Tyrell Belford, sautján ára, verði á bekknum hjá Liverpool í bikarleiknum um helgina.

Dalglish sagði eftir leikinn í gær að hann væri alls ekki hræddur við að láta Jones spila gegn Everton um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×