Innlent

Átta leigubílstjórar teknir af lífi

Mynd/AP
Átta mexíkóskir leigubílstjórar voru teknir af lífi í tveimur aðskildum árásum í borginni Monterrey í gær. Mennirnir áttu það allir sameiginlegt að aka leigubíl án tilskilinna pappíra og segja mexíkóskir miðlar að líklegast hafi þeir neitað að borga glæpaklíkum verndargjöld en Monterrey hefur orðið illa úti í baráttu eiturlyfjahringanna um völd síðustu ár. Fimmtíu og tveir létu lífið þar í fyrra þegar ein alræmdasta klíkan, Zeturnar, kveikti í spilavíti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×