Innlent

Kolmunnaveiðar hafnar

Mörg stór fjölveiðiskip, sem luku loðnuvertíðinni í síðasta mánuði, eru nú á leið á kolmunnamiðin djúpt suður af Færeyjum, en kolmunnakvótinn í ár er rösklega 63 þúsund tonn.

Börkur, Huginn og Vilhelm Þorsteinsson lögðu af stað fyrir páska og verður farmi landað úr Vilhelm í Færeyjum í dag. Huginn kom til löndunar í Eyjum í gær, en Börkur er á leið til Norðfjarðar með fullfermi.

Þetta eru allt vinnsluskip, sem landa frystum afurðum. Þegar líður á vertíðina gengur kolmunninn væntanlega inn í íslensku lögsöguna,sem styttir veiðiferðirnar til muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×