Innlent

Telja ólíklegt að flóðbylgja myndist

Íbúar í strandhéruðum Indónesíu hafa forðað sér af ótta við flóðbylgju.
Íbúar í strandhéruðum Indónesíu hafa forðað sér af ótta við flóðbylgju.
Jarðfræðingur hjá áströlsku jarðvísindastofnuninni segir að svo virðist sem skjálftinn sem reið yfir á Indlandshafi sé ekki líklegur til að framkalla stóra flóðbylgju. Haft er eftir Gary Gibson sérfræðingi í þessum efnum á CNN fréttastöðinni að flekarnir sem skulfu í morgun hafi færst til lárétt, en ekki lóðrétt.

Það gefi ástæðu til að ætla að bylgjan sem fylgi í kjölfarið verði ekki stór. Flóðbylgjuviðvörun er þó enn í fullu gildi og hefur fólki á stórum svæðum verið skipað að færa sig af ströndinni. Rafmagnið er farið af höfuðborg svæðisins, Banda Aceh í Indónesíu en forseti landsins segir engar fregnir hafa borist af tjóni eða meiðslum á fólki.


Tengdar fréttir

Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu

Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum.

Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×