Fleiri fréttir

Tólf milljónir hafa safnast á Íslandi

Söfnun UNICEF fyrir vannærð börn á Sahel-svæðinu í Afríku hefur gengið vonum framar þar sem tólf milljónir króna hafa safnast á einni viku.

Þekktur Dani bendlaður við Stasi

Danski sagnfræðingurinn Thomas Wegener Friis segist vera í þann mund að afhjúpa stórfelldar njósnir þekkts Dana fyrir Stasi, austur-þýsku leyniþjónustuna.

Flugbíllinn á loft í fyrsta skipti

Fyrstu prófunum á nýjum flugbíl sem verið hefur í hönnun undanfarin ár lauk í Bandaríkjunum nýverið. Bíllinn, sem uppfyllir allar kröfur sem gerðar eru til bæði bíla og flugvéla, flaug í um átta mínútur í um 400 metra hæð í fyrsta fluginu.

Sagðist vera með banvænt krabbamein til þess að fjármagna brúðkaup

Hin 25 ára gamla Jessica Vega frá New York í Bandaríkjunum vildi halda upp á hið fullkomna brúðkaup. Til þess að svo gæti orðið vantaði henni fjármagn. Hún brá því á það óvanalega ráð að ljúga að fólki að hún væri með banvænt krabbamein og tókst þannig að svíkja þúsundir dollara út úr fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem stóðu í þeirri trú að Vega ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifaða.

Stálu kaffi fyrir tíu milljónir og tveimur kaffivélum

Lögreglan í Vín í Austurríki lýsti eftir frekar stórtækum þjófum í dag en þeir brutust inn í heildsölu og stálu þaðan tveimur tonnum af kaffi. Kaffiþjófarnir brutust inn í heildsöluna og fylltu stolna flutningabifreið af góssinu og óku því næst á brott.

Framkvæmdastjóri Microsoft varar við útlendum svikahröppum

"Þeir hafa verið að hringja mikið yfir páskana, meðal annars til Noregs,“ segir Halldór Jörgensen, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, en íslensk hjón fengu sérkennilegt símtal um helgina frá erlendum aðila sem þóttist vera frá Microsoft í Bretlandi. Þarna var svikari á ferð og sem betur fer áttuðu hjónin sig á því.

Lýst eftir Erlu Díönu

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Erlu Díönu Jóhannsdóttur, fædd 3.ágúst 1997.

Stúlkan fundin

Ester Björg Ragnarsdóttir er komin fram en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir henni um helgina. Hún fór frá heimili sínu í Breiðholti á Skírdag.

Framleiðsla á neftóbaki aukist um 15 tonn á örfáum árum

"Til þess að setja þetta í eitthvað samhengi, þá er framleiðsla ÁTVR orðin 30 tonn af neftóbakinu, en árið 2006 voru þetta 15 tonn,“ segir Viðar Jensson, sem fyrir tóbaksvarnarmálum hjá Landlæknaembættinu, í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag.

Segir norskar verslanir borga með íslenska lambakjötinu

"Ég held að verslanir noti lambakjötið til þess að lokka viðskiptavini til sín, og ég er stoltur af því að íslenska lambakjötið sé nýtt til þess, en lága verðið skýrist af því að verslanirnar sjálfar eru að greiða þetta niður,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þegar hann er spurður út í lágt verð á íslensku lambakjöti út í Noregi.

Virkjanalónin að fyllast og vorleysingarnar eftir

Vatnsbúskapur Landsvirkjunar er með besta móti þessa dagana og eru flest virkjanalón á góðri leið með að fyllast, þrátt fyrir að vorleysingar séu ekki enn hafnar á hálendinu. Þetta á við um öll miðlunarlónin, að sögn Guðmundar Björnssonar hjá Landsvirkjun, og nefnir hann sem dæmi að Hálslón standi nú 20 metrum hærra en á sama tíma í fyrra.

Glæfraakstur afbrigðileg hegðun

Ökumenn sem stunda glæfraakstur úti á Granda senda sms-skeyti sín á milli til að láta vita ef lögreglan nálgast. Samgöngustjóri Reykjavíkur segir það hingað til ekki hafa komið til tals að borgin setji upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu.

Santorum dregur framboð sitt til baka

Rick Santorum, helsti keppinautur Mitt Romney um útnefningu sem forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Þessu greindu Bandarískir fjölmiðlar frá fyrir stundu. Ástæðan mun vera alvarleg veikindi þriggja ára dóttur hans.

Segir forsetaframboð úr smiðju 365 miðla og RÚV

Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi og athafnamaður, skoraði á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál á blaðamannafundi sem hann hélt á heimili sínu í dag. Þar gagnrýndi hann fjölmiðla harðlega fyrir ójafna umfjöllun um forsetaframbjóðendur. Nefnir hann Fréttablaðið sérstaklega í þessum samhengi.

Þóttist vera starfsmaður Microsoft

Karlmaður hringdi í hjón hér á landi í gærkvöld og kynnti sig sem starfsmann Microsoft í Bretlandi. Hann sagði að einhver villa hefði komið upp sem þau þyrftu að bregðast við og bað fólkið um að setjast við tölvu sína og kveikja á henni. Fólkinu fannst maðurinn eitthvað grunsamlegur og svo reyndist vera.

Flugstjóri í stríði við kerfið

Þórir Brynjúlfsson er hvorki barnmargur fjölskyldufaðir né á flæðiskeri staddur. Hann er vel stæður flugstjóri hjá Icelandair. Fjárfesti í ýmsu fyrir hrun. Flýgur Boeing 757 í vinnunni en í frítímanum keyrir hann um á dýrindis Range Rover sport jeppa. Sem hann keypti að hluta á bílaláni.

Virðast ráðast á hvaða hunda sem er

Husky hundarnir virðast ráðast á hvaða hunda sem er, óháð tegund eða kyni, segir Sigrún Guðlaugardóttir, eigandi labradors sem varð fyrir árás hundanna fyrir um ári síðan. Vinkona Sigrúnar var með labradorinn á göngu á Geirsnefi þegar husky hundarnir réðust á hann. Hann slapp án varanlegra meiðsla, þótt það hafi blætt úr honum á tveimur stöðum. "Hann hefur aldrei verið árásargjarn og aldrei tekið á móti og það var honum til happs,“ segir Sigrún.

Kidman leikur Grace Kelly

Stórleikkonan Nicole Kidman mun leika í nýrri mynd um Óskarsverðlaunaleikkonuna Grace Kelly, sem siðar varð prinsessan af Mónako. Myndin mun bera titilinn Grace of Mónako og fjalla um sex mánaða tímabil í lífi hennar á árinu 1962, þegar Charles de Gaulle og Rainier III fursti stóðu í deilum um Mónako.

Þóra stofnar kosningasjóð

Stofnaður hefur verið kosningasjóður fyrir framboð Þóru Arnórsdóttur til embættis forseta Íslands. Í færslu á Facebook segir Þóra að farið verði eftir öllum lögum og reglum um söfnun af þessu tagi.

Árni Páll: Gjaldeyrishöft eru hörmuleg

Gjaldeyrishöft eru hörmuleg, það sést skýrar með hverjum degi sem líður. Enginn stjórnmálaflokkur hefur sérstaka skýra sýn um lausn á þeim vanda sem gjaldeyrishöftin skapa. Þetta segir fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.

Kynferðisbrot kært á Ísafirði

Kona hefur kært kynferðisbrot til lögreglunnar á Ísafirði, en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar í bæ núna um páskana. Lögreglan staðfestir að brotið hafi verið kært að morgni páskadags. Málið mun nú vera í rannsókn. Töluverður fjöldi var samankominn á hátíðinni um helgina og var mikill fjöldi fólks sem streymdi frá Ísafirði í gær og í morgun.

Kate Winslet kom við á Íslandi

Stórleikkonan Kate Winslet var á Íslandi í nokkra daga í síðustu viku, samkvæmt heimildum Vísis. Winslet hefur verið í miklum samskiptum við Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðamann og Margréti Dagmar Ericsdóttur eftir að leikkonan var fengin til þess að tala inn á myndina Sólskinsdrengur sem fjallar um Kela, dreng með einhverfu.

Nítján undir áhrifum fíkniefna

Um páskana voru nítján ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sextán þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ.

Sextán stútar teknir um páskana

Sextán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um páskana samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Vilja útskýringar á útreikningunum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd vilja að útreikningar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins á áhrifum fyrirhugaðs veiðigjalds verði lagðir fram í nefndinni og útskýrðir. Þá vilja þeir einnig að Huginn Þorsteinsson, aðstoðarmaður ráðherra, verði kallaður á fund nefndarinnar til að útskýra ummæli sem hann viðhafði í aðsendri grein í Fréttablaðinu um niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deolitte á áhrifum veiðigjaldsins.

Breivik ánægður með að vera metinn sakhæfur

Geir Lippestad, verjandi norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breivik, segir að umbjóðandi sinn sé afar ánægður með nýtt geðmat þar sem segir að hann sé sakhæfur. Hann hafi margoft haldið því fram sjálfur að hann sé heill á geði og því sé honum létt með nýja matið, en í fyrra geðmatinu sem hann gekkst undir var það álit lækna að hann væri geðveikur og því ósakhæfur.

Vilja að neytendur fái auglýstan nethraða

Nýjar reglur Evrópusambandsins (ESB) um gæði internetþjónustu, sem til stendur að setja í haust, munu koma í veg fyrir að íslensk fjarskiptafyrirtæki geti auglýst að neytendur fái tengihraða allt að ákveðnu hámarki nema fyrirtækin uppfylli ströng skilyrði um að þjónustan standist þau loforð.

Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold

„Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina.

Þróa ætti miðstöð doktorsnáms í HÍ

Þróa ætti miðstöð doktorsnáms hér á landi þar sem allir háskólar, rannsóknarstofnanir og rannsóknafyrirtæki gætu sameinað krafta sína. Hægt væri að byggja slíka miðstöð á grunni miðstöðvar framhaldsnáms sem nú þegar er fyrir hendi í Háskóla Íslands.

Fréttaskýring: Margslungið ferli í aðildarviðræðunum

Á ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins (ESB) síðastliðinn föstudag voru fjórir samningskaflar í aðildarviðræðunum opnaðir og tveimur þeirra lokað umsvifalaust. Þannig hafa fimmtán kaflar verið opnaðir og tíu þegar verið lokað. Hvert er hins vegar ferlið á bak við opnun og lokun kaflanna og hvað ræður því hvenær og í hvaða röð þeir eru opnaðir?

Kattardráp í Grafarvogi: Eigandi læðunnar gagnrýnir yfirvöld

Eigandi læðunnar sem Husky hundar drápu í Grafarvogi fyrir páska gagnrýnir það sem hann kallar sinnuleysi yfirvalda í málinu og segir hann óeðlilegt að eigandi hundanna skuli hafa fengið þá aftur í sína umsjá eftir atvikið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Vilhelm Jónsson, eigandi læðunnar, sem hét Lóló, sendir frá sér í dag.

Söfnun UNICEF til handa börnum á Sahel-svæðinu í Mið- og Vestur-Afríku fer vel af stað: Íslendingar hafa brugðist vel við neyðarkalli

„Söfnunin gengur vonum framar. Íslendingar hafa brugðist mjög vel við ákalli okkar og við erum mjög þakklát fyrir það,” segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, um viðbrögð við neyðarkalli samtakanna. UNICEF hófu söfnun um allan heim 3. apríl síðastliðinn og verður söfnunarfénu varið til að hjálpa börnum í Vestur- og Mið-Afríku.

Ruiz fótbrotinn | Tímabilið búið

Bryan Ruiz, sóknarmaður Fulham, spilar ekki meira með liðinu á tímabilinu þar sem hann fótbrotnaði í 3-0 sigri liðsins á Bolton.

Skipstjórinn segist ekki hafa vitað af banninu

Skipstjórinn á norska línubátnum, sem staðinn var að meintum ólöglegum veiðum suður af landinu í gærmorgun og kom til hafnar í Vestmannaeyjum um miðnætti, að skipun Landhelgisgæslunnar, segist ekki hafa vitað að hann væri að veiða í hólfi, þar sem bannað væri að veiða með línu.

Segja að Breivik sé sakhæfur

Anders Behring Breivik, fjöldamorðingi í Noregi, er sakhæfur samkvæmt niðurstöðum nýrrar geðrannsóknar. Nýja geðrannsóknin er unnin af læknunum Agnar Aspaas og Terje Törrissen. Skýrslan hefur ekki enn verið gerð opinber en norskir fjölmiðlar fullyrða að hann sé sakhæfur samkvæmt nýja matinu.

Dregur úr glæpum en morðum á lögreglumönnum fjölgar mikið

Ný bandarísk skýrsla leiðir í ljós að dregið hefur úr ofbeldisglæpum í landinu síðustu ár. Hinsvegar fjölgar morðum á lögreglumönnum mikið. Skýrslan er gerð af bandarísku alríkislögreglunni og þar kemur fram að 72 lögreglumenn hafi verið drepnir við skyldustörf árið 2011, sem er 25 prósenta aukning frá árinu á undan.

Nýtt ráðuneyti í ár og kvótamál kláruð

Öll eða velflest stóru málin sem ríkisstjórnin ætlar sér að koma í framkvæmd á kjörtímabilinu eru komin fram á Alþingi. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon sem segir næsta þing munu litast af því að kosningar verði í nánd.

Lögregla getur borið refsiábyrgð

Persónuvernd beinir þeim tilmælum til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að gæta varúðar við meðferð persónuupplýsinga eftir að myndir og nafn fórnarlambs árásar voru birt á í sjónvarpsþætti á fréttavefnum mbl.is. Stofnunin minnir lögreglu á að refsiábyrgð geti legið við brotum á lögum um persónuvernd.

Má framselja Abu Hamza til Bandaríkjanna

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg úrskurðaði í morgun að öfgapredikarann Abu Hamza megi framselja til Bandaríkjanna þar sem hann hefur verið kærður fyrir að standa að hryðjyuverkum. Dómstóllinn úrskurðaði á sama veg hvað varðar fjóra aðra grunaða hryðjuverkamenn sem hafa verið í haldi í Evrópu. Abu Hamza var á sínum tíma dæmdur í sjö ára fangelsi í Bretlandi fyrir að hvetja til hryðjuverka og nú vilja Bandaríkjamenn ná í hann fyrir svipaðar sakir.

Breyta flugáætlunum vegna eldflaugarskots

Þrjú flugfélög í Asíu, tvö frá Japan og eitt frá Filippseyjum hafa ákveðið að breyta flugleiðum sínum til þess að koma í veg fyrir að vélar þeirra eigi á hættu að verða fyrir Norður Kóreskri eldflaug sem stendur til að skjóta á loft einhvern tíma í þessari viku.

Sjá næstu 50 fréttir