Sérstök nefnd sem metur hvort raðmorðinginn Charles Manson mun verða látinn laus úr fangelsi mun úrskurða um málið í dag, að því er bandaríska blaðið Los Angelses Times greinir frá í dag. Ólíklegt þykir að Manson muni sjálfur koma fyrir nefndina þegar hún kynnir ákvörðun sína. Þetta er í tólfta sinn sem lögfræðingar Mansons krefjast reynslulausnar fyrir hann en hann var fundinn sekur um að skipuleggja morð á sjö manns árið 1969.
Ákvörðun um Manson tekin í dag
Jón Hákon Halldórsson skrifar
