Erlent

Grikkir munu kjósa í maí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lucas Papademos stefnir að kosningum í Grikklandi.
Lucas Papademos stefnir að kosningum í Grikklandi. mynd/ afp.
Grikkir munu ganga til kosninga þann 6. maí næstkomandi, en undanfarið hefur starfsstjórn embættismanna verið þar við völd undir stjórn Lucas Papademos forsætisráðherra. BBC fréttastofan segir að forsætisráðherrann muni væntanlega ganga á fund Karolos Papoulias forseta til að biðja hann um að rjúfa þing. Þetta munu verða fyrstu kosningar í Grikklandi síðan að kreppa skall þar á. Kreppan hefur leitt til gríðarlegs niðurskurðar og mótmæla í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×