Innlent

Tölvupungar fundust í fangelsinu á Akureyri

Mynd/Heiða
Tveir svonefndir tölvupungar, til að tengja tölvur við Internetið, fundust við leit starfsmanna Fangelsismálastofnunar og lögreglunnar á Akureyri í klefum í fangelsinu á Akureyri í gærkvöldi.

Slíkur búnaður er bannaður í fangelsum að gefnu tilefni, þar sem fangar hafa notað hann til að stunda ýmsa ólöglega starfssemi úr fangaklefum sínum í gegn um netið.

Ekki fundust fíkniefni að þessu sinni, en aðgerðin tók umþaðbil tvær klukkustundir. Að jafnaði dvelja um tíu fangar í fangelsinu á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×