Innlent

Flugbíllinn heillar Ómar

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson myndf/stefán
„Það hefur lengi verið draumur minn að eiga svona bíl," sagði Ómar Ragnarsson í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þáttastjórnendur forvitnuðust um skoðun Ómars á nýlegum flugbíl sem hannaður var af verkfræðingum í Bandaríkjunum.

Ómar hefur lengi verið heillaður af fljúgandi bílum og hefur fylgst með þróun þeirra síðustu áratugi. „Ég sé fyrir mér að maður myndi leggja af stað til Ísafjarðar og þegar komið væri í Ísafjarðardjúp þá myndi maður bara breiða út vængina og stytta sér leið yfir firðina."

Honum lýst vel á hönnun bílsins en bendir þó á að hann virðist vera heldur viðkvæmur. Hjólin eru lítil og því gæti reynst erfitt að vera með hann á grófum malarvegum.

„Hreyfill bílsins er afar léttur - aðeins 80 hestöfl," sagði Ómar. „Þetta er því afar léttur bíll. Hann er úr svokölluðu koltrefjaefni sem er margfalt léttara en ál. Þar af leiðandi getur hann flogið á litlu afli"

„En það er ávallt eitthvað er gefið eftir þegar komist er að samkomulagi. Bíllinn er ekki jafn hraðfleygur og samskonar flugvél, hvorki á jörðu niðri eða á lofti. En þetta er nógu mikill hraði samt sem áður."

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×