Innlent

Þjóðleikhúsið kvartaði undan símaskrá - Borgarleikhúsið vann

Þjóðleikhúsið kvartaði til Póst- og fjarskiptastofnunnar (PFS) um að Borgarleikhúsinu væri veittur aðgangur að símaskrá en leikhúsið og Já ehf. gerðu með sér samstarfssamningum að Borgarleikhúsið sæi um útlit og skreytingar á símaskránni sem kemur næst út. Við þetta vildi Þjóðleikhúsið ekki una í ljósi þess að símaskráin er prentuð í risaupplagi og svo er því reyndar haldið fram að símaskránni væri dreift inn á öll heimili.

Þjóðleikhúsið leit þannig á að með því væri Borgarleikhúsinu veitt samkeppnisforskot á Þjóðleikhúsið með þeim hætti að Borgarleikhúsinu sé kleift að koma kynningu á starfsemi sinni til notenda óskyldrar þjónustu og í raun á framfæri við allan almenning í landinu.

Því hljóti Þjóðleikhúsið að mótmæla. Telur Þjóðleikhúsið nauðsynlegt, til að taka afstöðu til þess hvort grundvöllur sé fyrir Þjóðleikhúsið að taka til varna gagnavart þessu markaðslega ranglæti, sem Þjóðleikhúsið telur eiga sér stað með umræddum aðgangi Borgarleikhússins að símaskránni, hvort regluverk og lög standist í öllum tilfellum og hvort Póst- og fjarskiptastofnun sé að gæta almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna.

Í ákvörðun sinni kemst PFS að þeirri niðurstöðu að Já teljist vera fjarskiptafyrirtæki í skilningi laga um fjarskipti og hafnar kröfu Þjóðleikhússins um ógildingu og afturköllun á ákvörðun PFs um útnefningu Já upplýsingaveitna með alþjónustuskyldur. Ennfremur vísar PFS frá kröfu Þjóðleikhússins um að ógilda samkomulag milli Já og Borgarleikhússins í tengslum við útgáfu símaskrár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×