Erlent

Öflugur eftirskjálfti - 8,2 stig - ný flóðbylgjuviðvörun

Fregnir berast nú af því að öflugur eftirskjálfti hafi riðið yfir á sama svæði undan ströndum Indónesíu. Í morgun mældist fyrsti skjálftinn 8,6 stig en sá síðari mælist aðeins minni, eða 8,2 stig. Ný flóðbylgjuviðvörun hefur því verið gefin út en seinni skjálftinn varð á minna dýpi, eða um sextán kílómetrum undir yfirborðinu. Fyrri skjálftinn varð á 33 kílómetra dýpi. Sjónarvottar segja að sjórinn hafi sogast frá ströndinni um tíu metra, rétt áður en skjálftinn reið yfir.


Tengdar fréttir

Linda segir ástandið skelfilegt og mikla geðshræringu ríkja

"Við Ísabella erum bara tvær a ferðalagi en nokkuð hundruð manns a þessu resorti. Var sagt að fara eins hátt upp og við kæmumst en svo ekkert meir. Hér er bara beðið. Litlan mín sex ára er hrædd og vill komast heim. Segjum tvær." Þetta segir Linda Pétursdóttir sem er ein á ferðalagi með Ísabellu 6 ára dóttur sína í Tælandi þar sem fólk er á flótta upp í hæstu hæðir af ótta við flóðbylgju sem spáð er að geti orðið allt að sex metra há.

Risaskjálfti undan ströndum Indónesíu

Gríðarlega öflugur jarðskjálfti reið yfir í morgun undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Fyrstu niðurstöður Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar bentu til að skjálftinn hefði verið 8.9 stig en nú hefur talan verið minnkuð í 8,6 stig. Flóðbylgjuviðvörun er enn í gildi á gervöllu Indlandshafi. Ekki er ljóst enn sem komið er hvort flóðbylgja hafi myndast en yfirvöld í Aceh héraði óttast að allt að sex metra háar öldur geti skollið á strandhéruðum.

Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju

Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×