Innlent

Linda P með dóttur sína á flótta undan flóðbylgju

Linda Pétursdóttir lét vita af sér á Facebook fyrir stundu.
Linda Pétursdóttir lét vita af sér á Facebook fyrir stundu.
Linda Pétursdóttir fegurðardrottning er ein þeirra sem eru á flótta vegna jarðskjálftans í Indónesíu sem varð í morgun. Linda hefur verið á ferðalagi með dóttur sinni í Tælandi undanfarna daga. Linda segir á facebooksíðu sinni að þær hafi verið að leggja af stað heim en eðlilega ekki komist.

„Erum komnar á efsta punkt hér á eyjunni og bíðum átekta. Von á 6 metra háum öldum. Nú er ég hrædd en svona er lífið, alltaf einhver verkefni til að takast á við," segir Linda Pétursdóttir sem bætir því við að það sé best að draga andann djúpt.

Eins og fram kom á Vísi í morgun varð skjálftinn undan ströndum Aceh héraðs í norðurhluta Indónesíu. Bandaríska jarðfræðistofnunin segir að skjálftinn hafi verið 8.9 stig og hefur flóðbylgjuviðvörun verið gefin út á gervöllu Indlandshafi.

Ertu á því svæði þar sem skjálftinn varð? Sendu okkur línu á netfangið ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×